Vísindavika á Hvanneyri

Á síðasta skólaári (vorið 2019) var haldin vísindavika í Hvanneyrardeild Grunnskólans í Borgarfirði. Kennararnir, Anna Dís Þórarinsdóttir, Guðrún Ósk Auðunsdóttir og Þórhildur Ý. Jóhannesdóttir, lýstu þessari viku í samtali og leyfðu birtingu þess hér.


G: … Svo vorum við að klára vísindaviku fyrir tveimur vikum … hún var ótrúlega skemmtileg. Þá tókum við út stundatöflu, nánast alveg.
Þ: Nemendur voru í hópum.
G: Þau voru í hópum. Við skiptum þeim í hópa og við vorum alltaf með … innlögn eftir morgunmat, sýndum þeim einhverja tilraun. Síðan fóru þau bæði að búa til sínar eigin tilraunir með því að finna þær á YouTube eða í vísindabókum og þurftu alltaf að skila afurð og úrvinnslu og þetta heppnaðist ótrúlega vel.
Þ: Það voru líka einstaklingsverkefni og svo hópar og sumar tilraunir voru hópar þvert á aldur og þar verð ég að segja þér að við drógum bara nöfn úr krukku og það gafst mjög vel … svo þegar við vorum við að gera eldfjallalíkönin þá drógum við í hópa hjá yngri krökkunum en þau eldri fengu að velja sig saman.
G: Þetta var ein skólavika …

IS: Hvaðan komu hugmyndirnar?

G/Þ: Frá tveimur nemendum, … X … og Y … þeir vildu hafa vísindatíma. Svo datt okkur í hug að hafa vísindadag. Svo breyttist það yfir í vísindaviku … vorum eitthvað að spjalla um vísindi … man ekki hvað kom til. Þetta var einhver hugmynd sem kom í spjalltíma … X [nemandi] fór alveg á flug og gerði heilan helling …  þegar við gerum þetta aftur verður skýrari rammi … þetta var svona frumraun … þetta var rosa gaman … en ef við gerum þetta aftur þurfum við að búa til námskrá fyrir þetta, markmið og leiðir … þetta var frumraun … okkar vísindavinna ...

IS: Hvað voruð þið að nota?

A: Notuðum Vísindabækur Villa … leyfðum þeim að horfa á vefnum. Skrifuðum fyrir þau „easy science for kids“. Þá fengu þau að horfa á alls konar myndbönd og spyrja hvort þau gætu lært svona.
Þ: Stærsti lærdómurinn var „ekki trúa öllu sem þú sérð á YouTube“.
G: Það var líka lærdómur að sýna þeim að tilraunir heppnast ekki alltaf … þó að það sjáist ekki á myndbandi.

IS: Þið voruð mjög sáttar við þessa viku?

B: Já.
G: Já, og nemendur voru mjög sáttir líka.

 

Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir tók myndirnar.