Vinnulag

Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í skólastarfi og frístundum. Hér má nefna kynningar- og hópstyrkingarleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki – svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla verður lögð á að kynna þátttakendum heimildir um leiki og verður sérstök áhersla á að kynna Netið sem upplýsingabrunn um leiki en þar er nánast óþrjótandi efni að finna. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Á námskeiðinu er eitt aðalverkefni sem er hópverkefni sem felst í því að safna góðum leikjum sem hægt er að nota í skóla- eða frístundastarfi eða öðru uppeldisstarfi (hugmyndabanki). Verkefnið er unnið í tengslum við leikjasafn sem er að finna á Netinu: Leikjavefurinn (www.leikjavefurinn.is). Hugmyndin er að þátttakendur taki þátt í að auka þetta safn, sem er öllum opið.

Dagskráin sýnir helstu viðfangsefni námskeiðsins í þeirri röð sem glímt er við þau.  Yfirlit um þá námsþætti sem farið er í á námskeiðinu má sjá með því að smella á heiti námsþáttanna í dagskránni / áætluninni, sjá Námið).


Leikir í frístunda- og skólastarfi


Markmið Vinnnulag Námsmat Námið Facebook

Umsjón:
Ingvar Sigurgeirsson