Skólastofan slf – Rannsóknir og ráðgjöf
kynnir smárit um undirbúning og kennslu á stuttum námskeiðum
Skólastofan slf ‒ Rannsóknir og ráðgjöf hefur gefið út smáritið Stutt námskeið ‒ strangur skóli: Leiðbeiningar um undirbúning og kennslu á stuttum námskeiðum. Ritið er ætlað öllum þeim sem þurfa að undirbúa stutt námskeið eða annað markvisst fræðslustarf. Leitast er við að veita svör við þessum spurningum:
- Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar stutt námskeið er skipulagt?Hvernig er best að undirbúa námskeið?
- Hvers þarf helst að gæta á námskeiðsstað?
- Hvernig er best að ganga frá námsgögnum?
- Hvernig er best að byrja gott námskeið?
- Hvaða kennsluaðferðir henta best?
- Hvernig er best að virkja þátttakendur?
- Hvernig má meta hvernig til hefur tekist?
Höfundur er dr. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennslufræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Ingvar hefur langa reynslu af kennslu á stuttum námskeiðum og hefur skrifað fjölmargar bækur og greinar um kennsluaðferðir og skólastarf.
Ritið, sem er 48 bls. kostar kr. 1000.- (auk sendingarkostnaðar). Pantanir má gera í tölvupósti: skolastofan@skolastofan.is eða í síma 896 3829. Rafræn útgáfa er einnig fáanleg.