Umræðu- og spurnaraðferðir

 

Í Listinni að spyrja er leiðbeint um umræðu- og spurnaraðferðir. Bókinni er ætlað að nýtast kennurum á öllum skólastigum.

Þá má benda á bók Jóns Thoroddsen, kennara við Laugalækjarskóla, Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist. Í bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Á þessari slóð er að finna viðtal við Jón um bókina í veftímaritinu Skólaþráðumhttp://skolathraedir.is/2016/12/06/nemendur-thurfa-ad-finna-ad-thau-seu-tekin-alvarlega-sem-vitsmunaverur/

Góð grein um samræður í skólastofu: Wasserman, S. (2010). Effective classroom discussions. Educational Leadership, 67(5). Sjá hér.

Móðir allra umræðu- og spurnaraðferða er þankahríðin eða hugarflugið (e. brainstorming). Þessi aðferð hentar m.a. mjög vel þegar byrjað er á nýju viðfangsefni og í hvers konar hugmyndavinnu. Aðferðin hefur gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi. Nefna má hugstorm, hugstormun, þankaregn og hugarflugsfund. Mikið efni er til um þessa aðferð á Netinu.

Um stjórnun umræðna og spurningaaðferðir:

Samræðuaðferðir á vefsetrinu Facing History and Ourselves

Yfirlit um kennsluaðferðir á þessum góða vef er á þessari slóð: https://www.facinghistory.org/resource-library/teaching-strategies 

Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor skrifaði fyrir mörgum árum litla handbók um spurnaraðferðina myndun hugtaka (e. developing concepts). Handbókin er löngu uppseld en hana má finna hér í rafrænu formi.

Sjöfn Guðmundsdóttir, kennari við Menntaskólann við Sund, hefur skrifað grein í veftímaritið Netlu um umræður sem kennsluaðferð og um mat á þeim. Greinin heitir „Fínt að ‚chilla‘ bara svona“ og er að finna á þessari slóð: https://vefsafn.is/is/20201017173851/https:/netla.hi.is/greinar/2009/009/index.htm

Greinar um umræðu og spurnaraðferðir í Skólaþráðum (www.skólaþræðir.is):


Kennsluaðferðasafnið