Þróunarverkefni í Stekkjaskóla

Stekkur til framtíðar: Lærdómssamfélag í nýjum
grunnskóla

 

Í Stekkjaskóla á Selfossi, sem er nýr grunnskóli og tók til starfa haustið 2021, er skólaárið 2021-2022 fengist við þróunarverkefni sem byggist á innleiðingu teymiskennslu. Til grundvallar eru lagðar hugmyndir um skólann sem lifandi lærdómssamfélag. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði.

Tveir eða fleiri kennarar vinna saman og bera sameiginlega ábyrgð á kennslu, námi, líðan og umsjón nemendahóps. Í skólanum hafa verið mynduð fjögur þróunarteymi um umbótaverkefni sem sérstök rækt er lögð við:

  • Skapandi skólastarf – fjölbreyttir kennsluhættir
  • Umhverfismál og útikennsla
  • Jákvæður skólabragur
  • Tækni og nýsköpun

Verkefnið, sem hefur hlotið heitið Stekkur til framtíðar, var sett af stað í ágúst 2021. Ráðgjafi / verkefnisstjóri er dr. Ingvar Sigurgeirsson.

Skólastjóri Stekkjaskóla er Hilmar Björgvinsson.

Heimasíða Stekkjaskóla