Skólaárið 2016-2017 bauð Skóla – og velferðarþjónusta Árnesþings, í samvinnu við Skólastofuna slf, skólum upp á skólaþróunartengt námskeið um fjölbreytta kennsluhætti og nemendamiðað nám.
Markmiðið var að dýpka þekkingu kennara á áhugaverðum kennsluaðferðum sem henta vel nemendamiðuðu námi (hugtak sem við veljum fremur en eintaklingsmiðað nám). Einnig verður möguleiki á að fást við þróunarverkefni sem tengjast teymiskennslu, samvinnunámi, upplýsingatækni og leiðsagnarmati.
Verkefnið var sett af stað með málþingi / námskeiði í Hveragerði 10.-11. ágúst 2016. Gögn tengd málþinginu eru hér.
Í kjölfarið völdu kennarar sér verkefni til að fást við og gafst kostur á ráðgjöf um útfærslu.
Í júní 2017 var uppskeruhátíð þar sem afrakstur verkefnanna var kynntur.
Yfirlit um málþingið / námskeiðið og verkefnið í heild er að finna hér.
Skólarnir:
- Bláskógaskóli – Laugarvatni
- Bláskógaskóli – Reykholti
- Grunnskólinn í Hveragerði
- Grunnskólinn í Þorlákshöfn
- Flóaskóli
- Flúðaskóli
- Kerhólsskóli
- Þjórsárskóli
Aðalleiðbeindur eru Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands (sem jafnframt hefur umsjón með verkefninu með Skólaþjónustunni), Aldís Yngvadóttir, náms- og kennslufræðingur, Björgvin Ívar Guðbrandsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni við Langholtsskóla, Lilja M. Jónsdóttir, lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennari í Flataskóla.
Hér er vefsíða þar sem safnað verður efni um teymiskennslu.
Skráð 20.4.2016 – uppfært 20.5. 2016 – Ingvar Sigurgeirsson