Teymiskennsla og skóli án aðgreiningar í grunnskólum Borgarbyggðar

Frá árinu 2016 hefur verið unnið markvisst að innleiðingu teymiskennslu í grunnskólum Borgarbyggðar. Verkefnið hefur verið kallað Saman getum við meira og hefur notið styrkja úr Sprotasjóði og Endurmenntunarsjóði Grunnskóla.

Áfangaskýrsla um verkefnið er hér.

Borgarbyggð fékk styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2019-2020 til að leita leiða til að koma enn betur til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda og var það verkefni tengt innleiðingu teymiskennslu. Sjá um þetta verkefni skýrslu Önnu Magneu Hreinsdóttur: Að tilheyra, taka þátt og læra.