Teymiskennsla í Grunnskóla Hornafjarðar og Djúpavogsskóla

Heimildir um valnámskeið á miðstigi (sem Ingvar benti á í tengslum við samráðsfund með kennurum í Grunnskóla Hornafjarðar 20. ágúst 2020): 

  • Verkval í Sandgerðisskóla, sjá hér
  • Val á miðstigi í Húsaskóla, sjá hér
  • Hræringur í Grunnskólanum á Ísafirði, sjá hér
  • Snillitímar í Gerðaskóla, sjá hér

Dagskrá starfsdags 8. júní 2020

9.00–10.00 Ingvar Sigurgeirsson: Inngangsspjall: Hvað er teymiskennsla? Hvað segja rannsóknir um helstu kosti og áskoranir hennar? Hvað má læra af reynslunni hér á landi?

Glærur Ingvars

Nánar: Undanfarin ár hefur Ingvar verið ráðgefandi við marga skóla um innleiðingu teymiskennslu. Um leið hefur hann verið að rannsaka innleiðinguna með því að fylgjast með kennslunni og ræða við kennara, nemendur og stjórnendur (og í nokkrum tilvikum foreldra). Athyglinni hefur verið beint að kostum teymiskennslunnar, sóknarfærum, hindrunum og áskorunum. Jafnframt hefur hann verið að lesa sér til um ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á teymiskennslu víða um lönd.

10.00–10.20 Kaffihlé

10.20–10.50 Framhald á spjalli Ingvars – umræður

Auk Ingvars tekur Lilja M. Jónsdóttir, fyrrv. lektor við KHÍ og MVS, þátt í samræðunum, en hún hefur langa reynslu af teymiskennslu, einkum af samvinnu tveggja kennara.  

10.50–11.00 Stutt hlé

11.00–12.00 Dæmi um kennsluhætti og skipulag í teymiskennslu: Námstöðvar – valsvæði – skólastofan

Glærur Lilju

Nánar: Lilja segir frá dæmum um samvinnu tveggja kennara í teymiskennslu á mið- og unglingastigi.

13.00–14.30 Vinnustund

Þátttakendur hafa val um tvö viðfangsefni:

1. Dæmi um áhugavert skólastarf í teymiskennsluskólum (IS)
Nánar: Unnið í hópum við að kynnast starfi í teymiskennsluskólum

2. Umræða um skipulag námstöðva – valsvæða – skólastofuna (LMJ)

14.30–15.00: Samræða um niðurstöður vinnustundar og umræða um framhald samstarfsins