Dagskrá starfsdags 5. júní 2020
9.00–10.00 Ingvar Sigurgeirsson: Inngangsspjall: Hvað er teymiskennsla? Hvað segja rannsóknir um helstu kosti og áskoranir hennar? Hvað má læra af reynslunni hér á landi? (Glærur Ingvars)
Nánar: Undanfarin ár hefur Ingvar verið ráðgefandi við marga skóla um innleiðingu teymiskennslu. Um leið hefur hann verið að rannsaka innleiðinguna með því að fylgjast með kennslunni og ræða við kennara, nemendur og stjórnendur (og í nokkrum tilvikum foreldra). Athyglinni hefur verið beint að kostum teymiskennslunnar, sóknarfærum, hindrunum og áskorunum. Jafnframt hefur hann verið að lesa sér til um ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á teymiskennslu víða um lönd.
10.00–10.20 Kaffihlé
10.20–10.55 Framhald á spjalli Ingvars – umræður
11.00–12.00 Óskar Björnsson skólastjóri og Anna Steinunn Friðriksdóttir, deildarstjóri: Hvað má ráða af reynslunni af innleiðingu teymiskennslu í Árskóla?
12.00–13.00 Hádegishlé
13.00–14.00 Umræða undir stjórn Ingvars: Teymiskennsla og skólaþróun
Nánar: Ingvar segir frá dæmum um áhugaverð viðfangsefni sem hann hefur orðið vitni að í skólum sem hann hefur verið í samstarfi við þar sem byggt hefur verið á teymiskennslu.
Einnig: Umræða um framhald samstarfsins.
