Bætir og kætir: Teymiskennsla og skapandi starf í Fossvogsskóla 2019-2020
Skólaárið 2018–2019 fólst endurmenntun kennara í Fossvogsskóla m.a. í fræðslu um jákvæð áhrif teymiskennslu á skólastarf og mati kennara á stöðu hennar í skólanum. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennslufræði við HÍ, leiddi þessa skólaþróunarvinnu með stjórnendum. Teymi umsjónarkennara um hvern árgang ásamt verk- og listgreinakennurum og sérgreinakennurum ígrunduðu viðhorf sín til teymiskennslu og gerðu grein fyrir áskorunum og sóknarfærum teymiskennslu í Fossvogsskóla á sérstökum matsfundum með stjórnendum og Ingvari.
Vorið 2019 var ákveðið að halda verkefninu áfram og komu allir kennarar að þeirri ákvörðun að þróa fagmennsku í starfi með auknu samstarfi í gegnum teymisvinnu. Verkefnið er tengt menntastefnu borgarinnar. Eftir nafnasamkeppni fékk verkefnið heitið Bætir og kætir: Teymiskennsla og skapandi starf í Fossvogsskóla.
Áherslur verkefnisins byggja öðru fremur á:
- Teymiskennslu
- Leiðagnarnámi: Námsmarkmið skýr og nemendum sýnileg
- Samþættingu námsgreina
- Sýnilegum afrakstri (foreldrasýning/foreldraheimsóknir)
Markmið og áherslur
Í verkefninu verður kostað kapps um að:
- Styrkja faglega samvinnu í teymum um námsmarkmið/hæfniviðmið þar sem hugmyndafræði leiðsagnarnáms er lögð til grundvallar og námsmarkmið gerð sýnileg nemendum.
- Styrkja þverfaglegt samstarf innan verk-og listgreina og sérgreina.
- Styrkja skapandi skólastarf þar sem unnið er með samþættingu námsgreina og heildstæð viðfangsefni;
- Valsvæðavinna
- Smiðjuvinna
- UT í kennslu – þvert á greinar
- Samvera á sal
- Útikennsla
- Gera vinnu nemenda sýnilegri foreldrum – með uppskeruhátíðum/heimsóknum foreldra í skólann og kynningu á heimasíðu skólans.
Áhersla á að styrkja teymiskennslu byggist á þeirri trú að það hafi jákvæð áhrif á gæði kennslu og stuðli m.a. að því að:
- Mat á líðan og námsárangri verði hnitmiðaðra og sanngjarnara þar sem fleiri en einn kennari þekkir til hvers nemanda.
- Ýtir undir fjölbreytta kennsluhætti þar sem ólík reynsla, áhugi og þekking kennara skilar fjölbreyttari lausnaleit og mætir þannig ólíkum þörfum nemenda betur.
Áhersla á leiðsagnarmat / leiðsagnarmat er byggð á því að það leiði til þess að valdefla nemendur og er byggt á því að
- Nemendur fái tækifæri til að vera þátttakendur í umræðum um markmiðssetningu
- Námsmarkmið séu skýr og sýnileg, sem eikur líur á því að nemendur viti hvert skal stefnt í náminu.
Rök fyrir aukinni samþættingu eru einkum þessi:
- Námið verður meira skapandi og merkingarbærara fyrir nemendur en þegar það er bútað niður í afmarkaðar einingar.
- Samþætting námsgreina í kennslu ýti undir fjölbreyttar kennsuaðferðir sem stuðlar að því að mæta betur margbreytileikanum í nemendahópnum.
- Samvinnunámsverkefni eða heildstæð verkefni ýta undir það að nemendur læri að vinna með ólíkum einstaklingum og þroska með sér félagsfærni. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti þar sem leitast er við að ná til allra nemenda óháð kyni, félagslegri stöðu, uppruna eða sérþarfa.
Framkvæmd
Settur var á fót stýrihópur kennara og stjórnenda og verður Ingvar Sigurgeirsson honum til ráðgjafar. Gert er ráð fyrir því að Ingvar heimsæki skólann þrisvar sinnum á skólaárinu, fylgist með kennslu og eigi fundi með teymum og stýrihópi kennara og stjórnenda.
Í september 2019 funduðu stjórnendur og Ingvar með teymunum þar sem kennarar gerðu grein fyrir áætlun sinni. Þann 19. nóvember verður fundað um stöðuna í verkefninu. Teymin gera grein fyrir fyrir því hvernig miðað hefur og hvað sé framundan. Einnig verða þessar spurningar ræddar:
- Hvernig getum við aukið líkur á því að verkefnin skili því sem við væntum? Þurfum við einhverjar bjargir sem ekki eruð fyrir hendi? Óskir, hugmyndir?
Í febrúar 2020 (18., 19. og 20. febrúar) voru matsfundir með teymum og í maí 2020 (27. og 28. maí) átti að vera opin námsstefna /uppskeruhátíð. Námsstefnunni var frestað vegna covid.
Mat
- Ingvar Sigurgeirsson mun leggja stjórnendum lið við mat á verkefninu og skýrslugerð.
- Verkefnið verður metið á matsfundum með kennarateymum ásamt matsfundum með stýrihópi verkefnisins.
- Stuðst verður við niðurstöður Skólapúlsins.
- Viðhorfa nemenda leitað með könnunum og í rýnihópum.