Skapandi skil

Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu miklu máli skiptir að nemendur fái að kljást við ólíka miðla, t.d. með skapandi hætti. Í þessu sambandi má minna á þessa skilgreiningu á lykilhæfni í Aðalnámskrá:

  • Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.

Hér eru nokkur góð dæmi um það hvernig kennarar opna augu nemenda sinna fyrir skapandi skilum og þeim mörgu möguleikum sem til eru.

Fyrsta dæmið er veggspjald Málfríðar Bjarnadóttur í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ:

Smellið á myndina til að nálgast spjaldið.

Annað dæmi: Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson, kennari í Norðlingaskóla, hefur útbúið Padlet-vegg fyrir nemendur á unglingastigi þar sem þeir geta nálgast fjölda fjölbreyttra hugmynda um skapandi skil um leið og þeir fá aðgang að mörgum þeim verkfærum sem hægt er að nota:

Smellið á myndina til að komast inn á vegginn.

Þriðja dæmið er frá Jóhönnu Höskuldsdóttur, kennara í Engjaskóla, en hún hefur sett upp hugmyndir um skapandi skil á glervegg við bókasafn skólans, sjá hér:

Smellið á myndina til að sjá myndskeið sem Jóhanna hefur gert til að kynna hugmyndina.

Fjórða dæmið er frá Birni Kristjánssyni, kennara í Laugalækjarskóla (áður Norðlingaskóla) og Hjalta Magnússyni, Norðlingaskóla, þar sem þeir leiðbeina nemendum um skapandi skil með því að búa til hlaðvörp:

Smellið á myndina til að nálgast leiðbeiningar til nemenda á pdf skjali.