„Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er víða löng hefð fyrir því að nemendur stundi nám á vettvangi sem þátttakendur í ýmsu starfi, t.d. tengt hjálpar- eða björgunarstörfum, umhverfisverkefnum eða samfélagsþjónustu ýmiss konar. Nám af þessu tagi er á ensku gjarnan kennt við service learning. Gerður G. Óskarsdóttir (2004) kallar þessa aðferð á íslensku þátttöku- eða þjónustunám. Hrafnkell Tumi Kolbeinsson (2011) leggur til heitið samfélagsþjónustunám.[1] Þessar aðferðir virðast ekki hafa unnið sér sess að ráði hér á landi, en höfundur þessarar bókar telur að þær eigi brýnt erindi á öllum skólastigum.
Til eru fjölmargar skilgreiningar á þátttöku- og þjónustunámi. Flestar fela þær í sér að um sé að ræða merkingarbært (og einingabært) nám á vettvangi sem tengist tiltekinni samfélagsþjónustu, sem og námsmarkmiðum (Gerður G. Óskarsdóttir, 2004, bls. 8–9; Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, 2011, bls. 15; National Service-Learning Clearinghouse, 2011). Námið getur tengst ýmsum námsgreinum, en líklega hafa þessar aðferðir oftast verið notaðar í samfélagsgreinum (Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, 2011, bls. 17).
[1] Hugmyndina að þessu heiti fékk hann úr meistaraprófsritgerð Ragnýjar Þóru Guðjohnsen (2009) sem ber heitið Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf: Tilviksathugun.” (Úr Litrófi kennsluaðferðanna, 2013, bls. 214).”
Vefsvæði helgað þessari nálgun:
Dæmi um samfélagsþátttökuverkefni í skólum hér á landi:
- Góðgerðadagurinn í Hagaskóla
- Viðburðasmiðjur í Brekkurbæjarskóla
- Safnaverkefni í skólanum á Lýsu (Grunnskóla Snæfellsbæjar)
- Vistheimt með skólum
Árið 2004 gaf Fræðslumiðstöð Reykjavíkur út leiðbeiningar um þátttökunám: Leiðavísir um þátttökunám (Service Learning)