Saman getum við meira – innleiðing teymiskennslu í skólunum í Borgarbyggð 2017-2018

Markmið verkefnisins, sem fengið hefur nafnið Saman getum við meira*, er að byggja upp lærdómssamfélag í grunnskólum Borgarbyggðar, efla samtal kennara og bæta þekkingu þeirra á fjölbreyttum kennsluaðferðum sem beinast að því að efla les-, stærðfræði- og náttúrufræðiskilning á öllum aldursstigum og námsgreinum.

Hluti af verkefninu mun snúa að nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi og mótaðar verða vinnustofur sem tengjast þeirri áherslu.

Verkefnið byggir á þróunarverkefni um teymiskennslu sem unnið var að veturinn 2016 – 2017 í grunnskólum Borgarbyggðar, sjá hérÁfram unnið að þróun teymiskennslu og áhersla lögð á nám og kennslu í tengslum við læsi, stærðfræði og náttúrufræði í teymiskennslu í anda hugmynda um skólann sem lærdómssamfélag.

Þessi nýi hluti verkefnisins var settur af stað á endurmenntunardögum 10. og 11. ágúst 2017, sjá dagskrá hér.

Framvindu verkefnisins og niðurstöðu er lýst í lokaskýrslu sem er að finna hér.



*Hugmyndina að þessu nafni átti Þórunn Kjartansdóttir


IS – 11.7.2016 / síðast breytt 23.7.2018