Réttarhöld í Ingunnarskóla

Í Ingunnarskóla í Reykjavík er löng hefð fyrir því að  nemendur í tíunda bekk undirbúi réttarhöld þar sem þeir takast á, flytja og verja mál af kappi. Réttarhöldin hafa verið fastur liður í skólastarfinu í rúman áratug og tengjast oftast náttúrugreinum og íslensku. Sem dæmi um mál má nefna ákæru á hendur fyrirtækis fyrir að losa spilliefni með ólögmætum hætti í stöðuvatn. Fjölmörg vitni eru leidd fram og yfirheyrð.

Nemendur í áttunda og níunda bekk fygljast með réttarhöldunum og byrja þannig að búa sig undir að glíma við hliðstæð verkefni þegar að þeim kemur. Kennarar eru í hlutverki dómara og námsmatið er þeirra, auk  jafningjamats og sjálfsmats hópa. Nemendur fá viku til tíu daga til að undirbúa sig (sex til tíu kennslustundir).

Hugmyndin að þessu verkefni er fengin úr kennsluleiðbeingum Helga Grímssonar með bókinni CO2 (bls. 9-13), sjá hér: https://mms.is/sites/mms.is/files/atoms/files/co2_klb.pdf