Þann 17. september 2021 ræddu kennarar í Grunnskólanum í Borgarfirði eftirfarandi spurningar:
- Hvert er mat okkar á samskiptum okkar við foreldra í dag eða þátttöku þeirra í námi barnanna? Hvað er að ganga vel? Hvað má betur fara?
- Hverjar eru helstu áskoranir okkar ef við viljum enn bæta samskipti okkar við foreldra eða efla þátttöku þeirra?
- Hver eru helstu sóknarfærin? Hvaða leiðir er best eða árangursríkast að fara? Hvað getum við gert til að vinna foreldra enn betur á okkar band? Hvernig getum við aukið eða bætt þátttöku þeirra?
- Hvaða hugmyndir getum við prófað á þessu skólaári? Hverju getum við hrint í framkvæmd?
- Hvað getum við lært af öðrum skólum?
Sjá t.d. hér: https://skolastofan.is/hvernig-eflum-vid-samstarf-vid-foreldra/