Ráðgjöf vegna krefjandi hegðunar barna

Hér er bent á nokkra aðila sem bjóða ráðgjöf fyrir foreldra og starfsfólk skóla vegna krefjandi hegðunar barna:

Agastjórnun.is

  • Agastjórnun.is býður upp á fjölbreyttar lausnir við hegðunarvanda einstaklinga, samskiptavanda á heimilum, tilsjón sem og úrræði við skólaforðun. Agastjórnun hefur einbeitt sér að þjónustu við grunnskóla, barnaverndir og félagsþjónustu sveitarfélaga.

AVC RÁÐGJÖF

  • Azra Crnac, klínískur atferlisfræðingur, sérfræðingur í hagnýtri atferlisgreiingu (avcradgjof(hja)outlook.com, sími 861 8915).

Geta – gæðastarf í skólum

  • Geta – gæðastarf í skólum er með sérfræðinga og skólaþjónustu sem hentar vel skólum í dreifbýli.

Landsteymið

  • Landsteymið starfar á grunni nýrra farsældarlaga og samþættingu í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá Landsteyminu geta börn, foreldrar og kennarar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum, á einum stað fengið stuðning og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi.

Samkennd heilsusetur (samkennd.is) – Þyri Ásta Hafsteinsdóttir

  • Þyri Ásta er sérfræðingur í svefn- og hegðunarvanda barna, með og án greiningar. Hún starfar einnig sem atferlisfræðingur hjá Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Menntun: MSc í hagnýtri atferlisgreiningu frá HR. BSc í sálfræði frá HR. Samskiptaráðgjafi og markþjálfi. Netfang thyri(hja)samkennd.is

Styðjandi uppeldi

  • Ráðgjöf vegna barna með hegðunar- og tilfinningavanda. Einnig er boðið upp á fyrirlestra fyrir bæði fagaðila og foreldra. Nánari upplýsingar má finna á síðunni eða með því að senda okkur tölvupóst á dora@stydjandiuppeldi.com / birna@stydjandiuppeldi.com.

YLFA – ráðgjöf og nærþjónusta

  • YLFA veitir faglega þjónustu á sviði félags- og heilbrigðismála fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stofnanir. Þjónusta YLFU fer alla jafna fram á heimilum.

Sérfræðiþjónusta Tröppu

  • Sérfræðiþjónusta Tröppu er úrræði ætlað foreldrum, kennurum, leikskólakennurum og/eða öðrum sem starfa í skólum og leikskólum og vinna með börn. Vakni grunur um þroskafrávik hjá barni eða önnur vandamál sem þarfnast íhlutunar gefst færi á að fá tíma hjá viðeigandi sérfræðingi sem veitir ráðgjöf.

Viðja – uppeldisfærni

  • Ráðgjöf um velferð og uppeldi barna.