Starfsmenn Skólastofunnar slf veita ráðgjöf um mótun skólastefnu, þróunarstarf í skólum, námskrár- og námsefnisgerð, námskeiðahald, fræðslustarf, kennsluhætti, skipulagningu námsumhverfis og kennsluaðferðir (m.a. um einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu, fjölbreyttar kennsluaðferðir, samvinnunám, samkomulagsnám, samþættingu námsgreina, skapandi starf og leiki sem kennsluaðferð), námsmat, samskipti (m.a. aga og bekkjarstjórnun), foreldrasamstarf og starfsmannamál (ráðningarþjónusta).