Niðurstöður samræðna kennara í Árborg 22. janúar 2020
Hópurinn skipti sér upp eftir stigum þvert á skóla. Deildarstjórar stiga leiddu umræðuna og sáu til þess að safna saman fundargerðum.
Leitast var við að svara þessum spurningum:
- Hverju hef ég breytt?
- Hvað er nýtt?
- Hvað hef ég lært?
- Óskir?
Hér er helstu atriðum sem fram komu haldið til haga:
Hverju hef ég breytt?
- Teymiskennsla hefur víða verið aukin – meiri teymisvinna.
- Opnara, meiri stuðningur þvert á árganga, starfið ekki einangrað inni í horni (sérkennsla).
- Horfum nú meira á árganginn sm heild.
- Meiri stöðvavinna.
- Fjölbreytt vinna með orðaforða:
- Er meðvitaðri um að kryfja orð með nemendum.
- Unnið með samheitaspil.
- Unnið með t.d. gömul orð, blótsyrði á íslensku, skemmtileg orð.
- Orð tekin í sundur – unnið með það og leitað að merkinu.
- Nemendur hafa unnið með dægurlagatexta og brotið til mergjar.
- Orðabókarvinna.
- Orðaleikir (í ýmsum námsgreinum), Kahoot.
- Vika íslenskrar tungu (Sunnulækur).
- Vinna með hugarkort.
- Orð vikunnar unnið í hringekjum.
- Orð vikunnar, þrjú orð send öllum nemendum og unnið með þau á fjölbreyttan hátt.
- „Orðaforðaorðaforði“.
- Rætt um ólík orð yfir tilfinningar.
- Í BES er lag mánaðarins kennt í söngstund og síðan unnið með það í kennslustundum, krossglímur, eyðufyllingar, rætt um orðaforða.
- Leikþættir.
- Markvissari vinna með stærðfræðihugtök.
- Breytt hefur verið um námsefni í einhverjum greinum.
- Sjónræn stundatafla í íþróttum.
- Markviss vinna með samskipti (BES).
- Aukin áhersla á að huga að markvissari uppbyggingu kennslustundanna (upphafi og lokum).
- Leikir í lífsleikni.
Hvað er nýtt?
- Áhersla á orðavinnu í öllum námsgreinum (dæmi voru nefnt um markvissa vinnu með orð t.d. í íþróttum (Orð mánaðarins, Orð vikunnar) og heimilisfræði).
- Orðaforðavinna hefur verið aukin mikið.
- Nánara og markvissara samstarf almennra kennara og sérkennara.
- Munnleg próf.
- Meiri teymisvinna.
- Meiri áhersla á samþættingu
- Á unglingastigi í Vallaskóla hefur verið settur upp instagram reikningur þar sem fluttar eru fréttir af starfinu. Á forsíðu reikningsins stendur: Aðgangurinn er gerður með það að markmiði að auka samskipti starfsfólks við nemendur og foreldra, sýna starfið og bæta skólabrag. Sjá á þessari slóð: https://www.instagram.com/vallaskoli.unglingastig/
Hvað hef ég lært?
- Erum óhræddari við að prófa nýjar leiðir (Fylgja eigin sannfæringu).
- Aukinn skilningur á mikilvægi þess að virkja nemendur í eigin upplýsingaleit (Ekki bara bókin sem skiptir máli).
- Höfum fengið margar góðar hugmyndir.
- Aukin skilningur á því að orð sem okkur kennurum finnst algeng og eðlileg eru ekki í orðaforða barnanna.
- Erum meðvitaðri um orðaforða nemenda og mikilvægi þess að efla og dýpka orðaforða nemenda.
- Mjög gagnlegt hefur verið að kynnast Orði af orði.
Óskir?
- Aukinn tími eyrnamerktur verkefninu – og til að þróa námsefni.
- Meiri samvinna þvert á skóla (m.a. samvinna milli faggreinakennara).
- Fleiri hagnýta fyrirlestra.
- Settur verði upp gagnagrunnur með þeim hugmyndum sem hefur verið safnað.
- Búa til „verkefni í kassa“ þar sem kennarar fá leiðbeiningar við að kenna / kenna ákveðið efni.
- Færri fyrirlestra – meiri samræða (athugasemd um verkefnið)
- Sköpuð verði meiri samfella milli skólastiganna.
- Þrengsli í tveimur skólanna eru til baga.
- Minnka þarf námshópa.
- Meiri áherslu á samþættingu.
- Setja upp hóp á Facebook þar sem hægt er að skiptast á hugmyndum.
- Fleiri verkefni sem laða saman almenna kennara og list- og verkgreinakennara.
- Vinna áfram með samskipti og bekkjarstjórnun.
- Við þurfum alltaf að vera að uppfæra okkur og læra eitthvað nýtt sem er frábært.
- Vinna meira saman svo allir séu ekki hver í sínu horni að rembast við að finna upp hjólið.