NÁMSKEIÐ FYRIR LEIÐBEINENDUR HJÁ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS VORIÐ 2013:

HVERNIG GET ÉG GERT NÁMSKEIÐIÐ MITT ENN BETRA?

Markmið

Meginmarkmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi uppgötvi raunhæfar leiðir til að gera námskeiðið sitt eða námskeiðin sín enn betri.

Innihald

Þessar spurningar verða hafðar að leiðarljósi:

  • Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar stutt námskeið er skipulagt?
  • Hvernig er best að haga aðstæðum á námskeiðsstað?
  • Hvernig er best að byrja gott námskeið?
  • Hvaða kennsluaðferðir henta best?
  • Hvernig er best að virkja þátttakendur?
  • Hvernig má best meta hvernig til hefur tekist?
  • Hvaða leiðir eru helst færar þeim sem vilja bæta árangur sinn í kennslu?

Markhópur

Leiðbeinendur á námskeiðum hjá Flugfélagi Íslands.

Nánari upplýsingar

Dags- og tímasetning: Miðvikudaginn 20. mars 9:00–12:00 og 2. maí. Fundarstaður: Icelandair Hotel Reykjavik Natura

Dagskráin byggist á stuttum fyrirlestrum, samræðum og verkefnum, einkum stuttum hópverkefnum. Stuðst er við leiðbeiningar í smáritinu Stutt námskeið – strangur skóli. Sjá einnig ábendingar um efni á þessari slóð: https://skolastofan.is/namskeid/skipulag-stuttra-namskeida/bent-a-ahugavert-efni

Leiðbeinandi
Ingvar Sigurgeirsson,  prófessor (sjá um Ingvar á þessari slóð: https://notendur.hi.is/ingvars/)

Skjámyndir (glærur) sem stuðst er við

  • Hvernig get ég gert námskeiðið mitt enn betra?
  • Um PowerPoint