Velkomin á námskeiðið!

Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í frístunda- og skólastarfi. Nefna má kynningar – og hópstyrkingarleiki, hlutverkaleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, umhverfisleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki, leikræna tjáningu o.s.frv. Áhersla verður lögð á að kynna þátttakendum heimildir um leiki og verður sérstök áhersla á að kynna Internetið sem upplýsingabrunn um leiki. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Þá verður unnið í hópum við að safna góðum leikjum (námsmappa, e. portfolio) sem hægt er að nota í frístunda- og skólastarfi.

Námskeiðið tengist uppbyggingu og þróun Leikjavefjarins – Leikjabankans (sjá www.leikjavefurinn.is) sem annar aðalkennari námskeiðsins hefur byggt upp með aðstoð kennara, kennaraefna og tómstundafræðinema.

Við hugsum námskeiðið eins og tilraunastofu fyrir leiki!

Leikir í frístunda- og skólastarfi

Valnámskeið í tómstunda- og félagsmálafræði

Markmið Vinnnulag Námsmat Námið Facebook