Mat á verkefninu

7.6. 2019 Matsfundur stjórnenda grunnskólanna í Árborg haldinn í BES

Hvað hefur áunnist í verkefninu?

 • Dagskrá hefur gengið vel og kennarar verið sáttir við hana. Lokadagur tókst sérstaklega vel.
 • Verkefnið hefur stuðlað að auknum kynnum milli skólanna, samvinna hefur vaxið og hugmyndum hefur verið miðlað.
 • Viðfangsefnin tengdust þörfum kennaranna – það var auðvelt að tengja þau við skólastarfið. Þau voru hagnýt. Frumkvæði hefur verið að koma frá kennurum meira en áður var.
 • Verkefnið var í anda hugmynda um skóla sem lærdómssamfélag.
 • Áhugaverð verkefni urðu til í skólunum.

Hvað mátti betur fara?

 • Millistjórendur hefðu mátt vera meira inni í málum frá upphafi.
 • Faglega ráðgjöf hefði mátt nýta með markvissari hætti.
 • Stjórnendur hefðu þurft að vera virkari, m.a. með því að vera meira inni „á gólfinu“.
 • Fyrirlestrar hefðu getað nýst fleirum.
 • Starfsþróun á talsvert undir högg að sækja vegna álags. Mörgum kennurum finnst starfsþróun vera að taka tíma frá undirbúningi.
 • Full langt var á milli viðburða.
 • Verkefnin sem unnið var að hefðu gjarnan mátt liggja fyrir fyrr.

Sóknarfæri – minnisatriði

 • Stjórnendur setji faglega ráðgjöf og stuðning í forgang. Áríðandi er að þeir fundi með teymunum.
 • Nýta hugmyndina um menntabúðir oftar.
 • Halda hugmyndum frá kennurum betur til haga.
 • Nýta frekar að stytta kennsludaga fyrir starfsþróunarumræðu í stað þess að nýta starfsdaga.
 • Nota starfsþróunarhugtakið fremur en að vísa til þróunarverkefna.
 • Leita leiða til að skapa sameiginlegt eignarhald á starfsþróunarhugmyndum.
 • Halda stjórnendafund í ágúst til að leggja betur á ráðin varðandi næsta skólaár.
 • Nýta betur faglega ráðgjöf inn „á gólfið“.

Aðrar ályktanir

 • Hefðbundið námskeiðsform hefur gengið sér til húðar. Leita þarf annarra leiða.

Aðalsíða verkefnisins