Málþing um teymiskennslu

Mánudaginn 7. júní hittast kennarar úr grunnskólunum á Djúpavogi og Hornafirði og bera saman bækur sínar varðandi þróun teymiskennslu og kennsluhátta.

kl.13.00-14.20 Kynningar á verkefnum sem teymin hafa unnið

Miðað er við að hver kynning sé um 10 mínútur:

  • Kynningar úr Grunnskóla Hornafjarðar (fjórar kynningar: Yngsta stig, miðstig, unglingastig, list- og verkgreinar)
  • Kynningar úr Djúpavogsskóla (þrjár kynningar: Yngsta stig, miðstig, unglingastig)

14.20-14.40 Kaffihlé

14.40-16.00 Uppgjörsfundur með heimskaffisniði um innleiðingu teymiskennslunnar:

  1. Hver er staða teymiskennslunnar?
    • Hvað hefur tekist best / Hvað eruð þið einkum ánægð með?
    • Viðhorf kennara, annars starfsfólks, nemenda, foreldra?
  2. Hverjir hafa reynst helstu kostir teymiskennslunnar?
  3. Hverjar hafa verið helstu hindranir, áskoranirnar?
  4. Hvað má helst betur fara? Hvað vantar? Bjargir?
  5. Hver eru helstu sóknarfærin?
    • Teymiskennslan, samstarfið, samstarf skólanna, kennsluhættirnir, námsmatið, námsumhverfið, upplýsingatæknin
  6. Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir tíu ár?