Mánudaginn 7. júní hittast kennarar úr grunnskólunum á Djúpavogi og Hornafirði og bera saman bækur sínar varðandi þróun teymiskennslu og kennsluhátta.
kl.13.00-14.20 Kynningar á verkefnum sem teymin hafa unnið
Miðað er við að hver kynning sé um 10 mínútur:
- Kynningar úr Grunnskóla Hornafjarðar (fjórar kynningar: Yngsta stig, miðstig, unglingastig, list- og verkgreinar)
- Kynningar úr Djúpavogsskóla (þrjár kynningar: Yngsta stig, miðstig, unglingastig)
14.20-14.40 Kaffihlé
14.40-16.00 Uppgjörsfundur með heimskaffisniði um innleiðingu teymiskennslunnar:
- Hver er staða teymiskennslunnar?
- Hvað hefur tekist best / Hvað eruð þið einkum ánægð með?
- Viðhorf kennara, annars starfsfólks, nemenda, foreldra?
- Hverjir hafa reynst helstu kostir teymiskennslunnar?
- Hverjar hafa verið helstu hindranir, áskoranirnar?
- Hvað má helst betur fara? Hvað vantar? Bjargir?
- Hver eru helstu sóknarfærin?
- Teymiskennslan, samstarfið, samstarf skólanna, kennsluhættirnir, námsmatið, námsumhverfið, upplýsingatæknin
- Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir tíu ár?