Leiklestur – aðferð sem má nota meira

Á flandri um netið í morgun (2.2. 2024) rakst ég á vefsíður og  greinar um leiklestur (e. reader’s theater) sem kennsluaðferð. Annars vegar var þetta kynningarefni um aðferðina fyrir kennara (sjá t.d. hér) og hins vegar vísindagreinar, m.a. þessi grein í International Journal of Educational Research eftir þrjá gríska fræðimenn, um helstu niðurstöður rannsókna á notagildi aðferðarinnar. Þar kemur m.a. fram að leiklestur sé  mjög góð aðferð til að þjálfa lesfimi, auk þess að hafa jákvæð áhrif á viðhorf til lestrar:

The findings of the systematic review of 23 studies showed that Readers’ Theatre is a teaching method, which contributes positively to the development of the students’ reading skills, along with the creation of positive attitudes towards reading and the development of incentive for the learning of reading within linguistic environments of either the mother tongue or a foreign language. Moreover, based on the meta-analysis results of 11 studies with similar research hypotheses and design, it was discovered that Readers’ Theatre contributes considerably to the improvement of the students’ reading skills and has a large effect size indeed.

Hér er útfærsla á þessari aðferð á Læsisvefnum þar sem aðferðin er kennd við Útvarpsleikhús: https://laesisvefurinn.is/wp-content/uploads/2020/01/utvarpsleikhus_2020.pdf

Ég hef ekki séð þessa aðferð notaða mikið – og spyr hvort ekki sé kjörið að nota hana meira?

Young girl pointing at text as she reads aloud

Ingvar Sigurgeirsson, janúar 2024