Skólaárið 2019-2020 vinna kennarar og aðrir starfsmenn Varmahlíðarskóla í Skagafirði að innleiðingu teymiskennslu og kennsluhátta. Ráðgjafi er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands.
Verkefnið var sett af stað 1. október með inngangi þar sem Ingvar fjallaði um reynsluna af innleiðingu teymiskennslu í skólum hér á landi, kosti, galla, tækifæri og áskoranir.
Þann 11. nóvember funduðu árgangateymin með Ingvari og ræssuu áherslur sínar í samstarfinu á þessu skólaári.
Á yngsta stigi (1.-4. bekk), þar sem teymiskennsla nær til flestra námsgreina, verður áhersla á að vinna með upplýsingatæknina og reyna að festa hana betur í þessi.
Á miðstigi (5.-7. bekk) verður áhersla á teymiskennslu í íslensku og stærðfræði, en á útmánuðum er stefnt að því að gera tilraun með samþætt verkefni sem taki til fleiri námsgreina.
Á unglingastigi (8.-10. bekk) verður einnig áhersla á teymiskennslu í íslensku og stærðfræði, en einnig á verkefnadrifið nám. Skólaárið hófst á tilraun til að innleiða slík vinnubrögð, sem þótti ekki takast sem skyldi. Teymið ætlar að gera fleiri tilraunir.
Náið samstarf er á milli Leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Áhersla verður á að undirbúa framhaldssamstarf og eins á útikennslu.
Á fundi með kennurum 11. nóvember var m.a. rætt um áhugavert skólastarf í öðrum skólum sem gætu orðið kveikjur, sjá þessi dæmi. Einnig var bent á skóla og kennarateymi sem setja hugmyndir og verkefni á heimasíður sínar sem einnig mætti nýta sem hugmyndagjafa, sjá t.d. hér:
- Smiðjur í Dalskóla
- Smiðjur í Vallaskóla
- Smiðjur í Langholtsskóla
- Verkefni úr Höfðaskóla og fleiri skólum í Húnavatnssýslum