Innleiðing teymiskennslu í Grunnskólanum á Ísafirði 2017-2018

Skólaárið 2017-2018 verður teymiskennsla innleidd í kennslu 1. bekkjar í Grunnskólanum á Ísafirði. Kennurum annarra árganga verður boðin þátttaka í verkefninu en það verður ákvörðun þeirra hvort þeir taka þátt eða ekki.

Ráðgjafi við verkefnið verður Ingvar Sigurgeirsson og mun hann heimsækja skólann a.m.k. þrisvar á skólaárinu, fylgjast með kennslu og ræða við teymin.

Verkefnið var sett af stað 18. ágúst 2017.



Skráð 17.8.2017 – IS – síðast breytt 3. sept. 2017