Í Lágafellskóla í Mosfellsbæ er áhugi á að leita markvisst leiða til að bæta skólabrag. Í því skini er í undirbúningi formlegt skólaþróunarverkefni sem gengur út frá því að allir kennarar skólans leggi af mörkum með því að tengjast a.m.k. einu skilgreindu verkefni sem gæti orðið lóð á vogarskál betri skólabrags. Fjölbreytt verkefni koma til greina, bæði ný og þau sem byggja á því sem kennararnir eru þegar að gera. Hugmyndin er að tengja verkefnið aukinni teymisvinnu eða teymiskennslu, sem og fjölbreyttum kennsluháttum. Verkefnið stendur skólaárið 2023-24. Því lýkur með innanhússþingi eða menntabúðum þar sem kennarar kynna verkefni sín og bera saman bækur sínar.
Ráðgjafi við verkefnið er Ingvar Sigurgeirsson fv. prófessor við Háskóla Íslands.
Hugmynd að verkefninu var reifuð á fundi með kennurum 21. september, en þá fjallaði Ingvar um rannsóknir á skólabrag og leiðum til að bæta hann, sjá hér.
Annar áfangi verkefnisins var í formi fræðslufundar sem haldinn var 18. október. Gestakennarar úr tveimur skólum, sem hafa innleitt teymiskennslu, miðluðu af reynslu sinni:
- Nanna María Elfarsdóttir, kennari á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Nanna nefndi framlags itt: Við erum öll í sama liði!
- Mynd frá UTÍS 2022 þar sem Nanna María kynnir nemendastýrð foreldraviðtöl sem tekin hafa verið upp í skólanum
- Björn Kristjánsson, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Tara Brynjarsdóttir, kennarar á unglingastigi í Laugalækjarskóla sögðu frá Málinu, sem er samþætt nám í íslensku og samfélagsgreinum og ræða teymiskennslu og áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.
- Mynd frá UTÍS 2022 þar sem kennarar við Laugalækjarskóla segja frá þróun Málsins – sem er samþætt íslensku og samfélagsgreinakennsla.
- Heimasíða Helga Reys: https://www.helgireyr.com/
Á næstunni munu kennarar ákveða hvaða verkefni til að bæta skólabrag þeir kjósa að fást við (sjá hér: Lágafell áætlun).
Gagnlegir tenglar: