Saman í takt: Hvernig gerum við skólabrag enn betri?

Í Lágafellskóla í Mosfellsbæ er unnið að  skólaþróunarverkefni sem beinist að því að efla skólabrag.  Gengið er út frá því að allir kennarar skólans leggi af mörkum með því að tengjast a.m.k. einu skilgreindu verkefni sem gæti orðið lóð á vogarskál betri skólabrags. Hugmyndin er að tengja verkefnið aukinni teymisvinnu eða teymiskennslu, sem og fjölbreyttum kennsluháttum. Verkefnið stendur skólaárið 2023-24. Því lýkur með innanhússþingi eða menntabúðum þar sem kennarar kynna verkefni sín og bera saman bækur sínar. Verkefnið hefur hlotið heitið Saman í takt.

Ráðgjafi við verkefnið er Ingvar Sigurgeirsson fv. prófessor við Háskóla Íslands.

Hugmynd að verkefninu var reifuð á fundi með kennurum 21. september, en þá fjallaði Ingvar um rannsóknir á skólabrag og leiðum til að bæta hann, sjá hér.

Annar áfangi verkefnisins var í formi fræðslufundar sem haldinn var 18. október. Gestakennarar úr tveimur skólum, sem hafa innleitt teymiskennslu, miðluðu af reynslu sinni:

  • Nanna María Elfarsdóttir, kennari á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Nanna nefndi framlags itt: Við erum  öll  í sama  liði!
    • Mynd frá UTÍS 2022 þar sem Nanna María kynnir nemendastýrð foreldraviðtöl sem tekin hafa verið upp í skólanum.
  • Björn Kristjánsson, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Tara Brynjarsdóttir, kennarar á unglingastigi í Laugalækjarskóla sögðu frá Málinu, sem er samþætt nám í íslensku og samfélagsgreinum og ræða teymiskennslu og áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.

Í framhaldi af því tóku kennarar ákvörðun um þau verkefni sem þau vildu leggja af mörkum (sjá hér: Lágafell áætlun).

Í febrúar 2024 var efnt til tveggja fræðslufunda:

13. febrúar (þriðjudagur) – 16.00-18.30

  • Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson, kennari í Laugakækjarskóla, fjallaði um skapandi skil.
  • Fiona Oliver kennari og  Kristín Halla Þórisdóttir, aðstoðarskólastjóri í Víkurskóla, sögðu frá Uglunum, sem eru samþætt verkefni á unglingastigi.

15. febrúar (fimmtudagaur) – 16.00-18.30

  • Álfheiður Einarsdóttir, skólastjóri, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Marta Gunnarsdóttir, kennarar: Saman komumst við lengra: Innleiðing teymiskennslu og Læsisfimman í Engjaskóla.
  • Málfríður Bjarnadóttir, deildarstjóri í Helgafellsskóla: Skapandi skólastarf.

Gagnlegir tenglar: