Hvernig eflum við hæfni nemenda í samræðum?

Starfsþróunarverkefni – námskeið fyrir kennara sem hafa áhuga á að auka samræður nemenda

 


Listin að spyrja - handbók fyrir kennaraÁ námskeiðinu verður fjallað um ýmsar leiðir sem kennarar geta farið til að efla samræður nemenda. Stuðst verður við bókina Listina að spyrja (Ingvar Sigurgeirsson, 2016).

Námskeiðið er í þremur hlutum:

  1. Inngangur
    Mikilvægi og markmið góðra umræðna. Skipulag. Spurningatækni, yfirlit um umræðu- og spurnaraðferðir.
  2. Verkefni
    Kennarar (teymin) velja sér eina til þrjár aðferðir til að prófa með nemendum.
  3. Samráðsfundur
    Teymin hittast og bera saman bækur sínar; ræða hvernig til hefur tekist og miðla hugmyndum.

Leiðbeinandi: Ingvar Sigurgeirsson, fyrrv. prófessor og starfandi skólaráðgjafi.

Bent á heimildir um umræðu- og spurnaraðferðir: https://skolastofan.is/umraedu-og-spurnaradferdir/