Hvaða viðfangsefni þarf að dýpka og hverjar eru óskir kennara

Niðurstöður samræðna kennara í skólunum í Húnavatnssýslum á fræðslufundi á Biðfröst, 16. ágúst 2018

Þetta viljum við dýpka eða skoða betur

 • Hverju má sleppa til að gefa tíma í leiðsagnarmat?
 • Jafningjamat
 • Hafa sýnileg viðmið fyrir nemendur
 • Efla færni kennara við að leiðbeina nemendum við markmiðasetningu
 • Að heimafæra aðferðina upp á mismunandi námsgreinar
 • Efla þekkingu á hugmyndafræðinni – t.d. í leshóp – eða ræða kvikmyndir á skipulögðum fundum
 • Samstarf kennara
 • Sameiginlegur verkefnabanki – verkfærakista fyrir sýslurnar
 • Hafa sameiginleg verkfæri og stuðning í vinnu
 • Markvissari endurgjöf
 • Samræður við nemendur
 • Bæta spurningatækni – dýpa þekkingu okkar til að spyrja opinna og gagnrýninna spurninga
 • Safnmappa nemenda með skriflegu leiðsagnarmati og vinnu nemenda út frá því
 • Betri tengingar á huglægu mati við leiðsagnarmat
 • Útvíkkun í allar námsgreinar
 • Nemendaviðtöl – taka þau upp –  gefa meiri tíma í þau
 • Hvernig samræmum við Mentor og leiðsagnarmat
 • Afmarkaðir þættir – allir vinni t.d. með spurningatækni á sama tíma
 • Aukið foreldrasamstarf – foreldrar beri ábyrgð og láti sig mál varða
 • Fá fræðslu um nemendaspjall
 • Koma hugsunum á blað
 • Miðlun á starfsaðferðum í skólanum í litlum hópum
 • Námssamfélag – lærdómssamfélag

Óskir

 • Meira samstarf milli skóla svo allir séu ekki að finna upp hjólið – auka samvinnu og samstarf með reglulegum “samvinnuhittingum”
 • Koma á góðu samstarfi milli skóla sem eru með leiðsagnarmat
 • Teymisvinna – öflugri teymisvinnu
 • Fá kennara úr Langholtsskóla í heimsókn eða fara í heimsókn til þeirra
 • Verkfærakistur með námsmatsaðferðum – ekki bara verkefnum
 • Sameiginleg reynsla á sama tíma
 • Setja inn regluleg nemendaviðtöl – gefa þeim meiri tíma
 • Reglubundið samtal innan skóla milli starfsfólks um hvað það er að gera og hvernig það virkar
 • Vita nemendur til hvers er ætlast – Hvernig aðferðir …?
 • Fastir fundir til að fara yfir og ræða hugmyndafræðina / aðferðina – fastir umræðuhópar – regluleg fagleg umræða
 • Ígrundunarstund
 • Skólaheimsóknir – fara í skóla og sjá / upplifa kennsluaðferðina
 • Heimsækja skóla sem langt eru komnir í að þróa leiðsagnarmat – þar sem það er að virka
 • Hafa teymisstjóra leiðsagnarmats í hverjum skóla
 • Efla samstarf milli kennara
 • Meiri tími – minni kennsluskylda

Aftur á aðalsíðu