Hvað gerir kennara að góðum kennara?

 

—————————————————————————

Velkomin á vefsíðu námskeiðsins!

Hér verða settar ýmsar upplýsingar og gögn sem snerta viðfangsefni okkar á námskeiðinu Hvað gerir kennara að góðum kennara?

Kennarar

Ingvar Sigurgeirsson skólaráðgjafi

Ingvar Sigurgeirsson er kennslufræðingur að mennt. Hann lauk kennaraprófi 1970 frá Kennaraskóla Íslands, meistaragráðu frá Sussex-háskóla 1986 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Ingvar var prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af ráðgjöf við skóla, sveitarfélög og stofnanir, m.a. um stefnumótun, skólaumbótaverkefni, símenntun, námskrárgerð og ráðningarmál. Á síðustu árum hefur hann verið ráðgefandi um innleiðingu teymiskennslu í mörgum skólum. Ingvar hefur leiðbeint um nám og kennslu á öllum skólastigum, sem og í fullorðinsfræðslu og fengist við rannsóknir á skólastarfi. Ingvar hefur í rúma hálfa öld fylgst með skólastarfi og setið í kennslustundum hjá hundruðum kennara á öllum skólastigum og átt viðræður við þá, nemendur, foreldra og stjórnendur um góða kennslu.

Ingvar hefur skrifað fjölda bóka, bókarkafla, tímaritsgreina, og skýrslna, auk vefefnis um sérsvið sín, m.a. kennsluhætti og kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað skólastarf, skólaþróun, námskrár- og námsefnisgerð, nýbreytni og þróunarstarf, námsmat og mat á skólastarfi.

 

Berglind Gísladóttir er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 2002, M.Ed.-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og doktorsprófi í stærðfræðimenntun frá Columbiaháskóla í New York árið 2013. Rannsóknaráhugi Berglindar beinist að námslegum og félagslegum þáttum sem hafa áhrif á námsárangur nemenda. Einnig beinist áhuginn að fagþekkingu kennara og þróun skólastarfs.

Berglind er einn af rannsakendum í QUINT-rannsókninni (Quality in Nordic Teaching).  Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars að leita svara við spurningunum Hvað er til marks um gæði í kennslu? og Hvernig má sjá hvort kennari leitast við að koma til móts við þarfir allra nemenda sinna?

Dagskráin 10. október

Berglind Gísladóttir ræðir meðal annars um gæði í kennslu, hvernig við mælum hana (og hvort það er yfirleitt hægt), rannsóknir á gæðum, hvað sérfræðingar sjá þegar þeir meta gæði í kennslu og hvernig þetta horfir við nemendum.

Dagskráin 3. október

Ingvar Sigurgeirsson fjallar um rannsóknir á eiginleikum kennara sem þykja ná góðum árangri

Bent á heimildir

Anna Kristín Sigurðardóttir. (2021). Kennsla sem praktískt, tæknilegt eða faglegt viðfangsefni. Skólaþræðir: Tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2021/04/07/kennsla-sem-praktiskt-taeknilegt-eda-faglegt-vidfangsefni/

Ásdís Hrefna Haraldsdóttir. (2008). Góður kennari. Sjónarhorn grunnskólanemenda. Uppeldi og menntun, 17(2), 31-54. https://timarit.is/gegnir/001091194

Berman, A. C. (2015). Good teaching is good teaching: A narrative review for effective medical educators. Anatomical sciences education8(4), 386-394. https://skolastofan.is/wp-content/uploads/2022/09/berman2015.pdf 

Dincer, A., Göksu, A., Takkaç, A. og Yazici, M. (2013). Common characteristics of an effective English language teacher. International Journal of Educational Researchers4(3), 1-8. https://files.eric.ed.gov/fulltext/ED574883.pdf

Elínrós Benediktsdóttir. (2016). „Eins og hann sé jafningi en samt ber maður virkilega mikla virðingu fyrir honum“ Lýsing framhaldsskólanemenda á besta grunnskólakennaranum [óútgefin meistararitgerð]. Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/25926

Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðinna. Iðnú.

Ingvar Sigurgeirsson. (2016). Listin að spyrja. Handbók fyrirkennara. Sögur útgáfa.

Ívar Rafn Jónsson. (2008). „Að virkja sjálfstæða hugsun nemenda“: Sálfræðikennari rýnir í sjálfan sig. Netla – veftímarit Kennaraháskóla Íslands. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20201017174545/https://netla.hi.is/greinar/2008/008/index.htm

Jóhann Örn Sigurjónsson og Berglind Gísladóttir. (2020). Vitsmunaleg áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi. Tímarit um uppeldi og menntun 29(2), 2020, 149–171. https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.8

Stronge, J. H. (2018). Qualities of effective teachers (3. útgáfa). ASCD.