Hermileikir

Hermileikir (e. simulation games)  byggjast á því að leikurinn lýtur ákveðnum reglum, t.d. líkt og þeim sem hafðar eru í spilum (lúdó, matador, snáka­spil), en allt sem gerist í leiknum á að endurspegla raunverulegar aðstæður. Hermileikir byggjast á þremur meginþáttum. Einn þeirra er leikur eða spil með ákveðnum reglum. Oft eru notuð gögn eins og spilaborð, teningar, peð og spjöld með leiðbeiningum eða upplýs­ingum. Annar meginþáttur hermileikja er hlut­verkaleikur; nemendur þurfa að setja sig í einhverra spor – þeir geta t.d. verið fulltrúar fyrir einstaklinga, hópa, stofnanir eða fyrirtæki og tekið fyrir þeirra hönd ýmsar ákvarðanir eða fengist við úrlausnarefni og vanda-mál sem svipar til þeirra sem fólk þarf að takast á við í raunveruleikanum. Þriðji þátturinn er fólginn í því að að gæta þess að öll gögn og allar reglur í leiknum endurspegli, eftir því sem hægt er, einhver atriði úr raunveru­leik­anum (dæmi = teningskast ákveður veðurfar, ástand á fjármála­markaði, gengi eða óvæntar uppákomur). Leikurinn á að vera eins konar líkan af tilteknum veruleika.

Góð grein um kosti og galla hermileikja:

Almaki, S. H., Gunda, M. A., Idris, K., Hashim, A. T. M. og Ali, S. R. (2023). A systematic review of the use of simulation games in K-12 education. Interactive Learning Environments, 1-25. https://doi.org/10.1080/10494820.2023.2205894

 

Kennsluaðferðasafnið