Geimskipið

Nemendur Hildar Hallkelsdóttur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi fengu vorið 2020 að glíma við verkefni sem byggðist á því að þeir unnu að því í hópum að búa stórt geimfar fyrir 100 manneskjur til 6000 ára ferðar um heimingeiminn. Spurningarnar sem þeir fengu að glíma við voru þessar:

  1. Hvernig ætlið þið að búa til fæðu?
  2. Hvað verður um rusl og úrgang?
  3. Hvernig á að sjá fyrir andrúmslofti? Hvernig haldið þið loftinu hreinu? Útskýrið nákvæmlega.
  4. Hvernig á að sjá fyrir vatnsþörfum? Hvernig haldið þið vatninu hreinu? Útskýrið nákvæmlega. 5.
  5. Hvað gera þessir 100 manns?
  6. Hvað gerist ef upp kemur ágreiningur, eða jafnvel stríð?
  7. Hvernig eru húsin? Hvaðan kemur efnið í húsin?
  8. Eru dýr? Plöntur? Hvar? Hvernig?
  9. Hvaðan koma föt, húsgögn og diskar?
  10. Hvað gerið þið ef það verður of margt fólk í skipinu?

Hildur fékk hugmyndina að verkefninu á námskeiði um sjálfbærni á Menntavísindasviði. Frumhugmyndin er hins vegar fengin frá frá sænskum kennara, Wolfgang Brunner, sjá hér: https://uu.diva-portal.org/smash/get/diva2:796103/FULLTEXT01.pdf

Verkefnið má vitaskuld móta með ýmsum öðrum hætti.

Hér eru nokkrar myndir sem nemendur teiknuðu til skýringar á hugmyndum sínum: