Frumlegur föstudagspóstur

Margir umsjónarkennarar hafa fyrir sið að senda foreldrum reglulegan tölvupóst með fréttum af því sem hefur verið á döfinni. Kennarar í 3. bekk Brekkubæjarskóla, skólaárið 2019-2020, hafa skemmtilegan hátt á þessu. Í skólanum hefur lengi verið teymiskennsla í mörgum árgöngum og í 3. bekkjar teyminu eru þrír kennarar, tveir stuðningsflulltrúar og þroskaþjálfi. Föstudagspóstur þeirra er einhver sjallasta úrfærsla af þessu fyrirbæri sem ég hef séð. Í stað þess að senda út skrifaðan texta eru nemendur í aðalhlutverki og það eru þeir sem flytja foreldrum sínum fréttir af skólastarfinu með lifandi flutningi. Búinn er til fréttaþáttur, rétt eins og um sjónvarpsfréttir væri að ræða og hann tekinn upp og sendur foreldrum á YouTube! Hér leggja allir nemendur af mörkum og skiptast á og auðvitað eru fréttirnar myndskreyttar! Ef þetta er ekki valdeflandi fyrir nemendur veit ég ekki hvaða viðfangsefni það eru!
Í þessu hugvitssama teymi eru Auður Ásdís Jónsdóttir, Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir, Gunnur Hjálmsdóttir, Nanna María Elfarsdóttir, Lovísa Jóhannesdóttir og Monika Palinska.