Alla föstudaga hittast nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla á sal, syngja saman, fræðast og nemendur setja upp skemmtidagskrár, sýna afrakstur vinnu sinnar og veittar eru viðurkenningar. Allir nemendur skólans koma fram a.m.k. tvisvar á ári á föstudagssamveru. Bekkir og árgangar skiptast á um að sjá um samveruna. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir velkomnir. Mikil ánægja og velvild er meðal foreldra gagnvart samverunum og yfirleitt afar góð mæting. Þessi siður hefur fylgt skólastarfinu frá upphafi.
Þegar nemendur sjá um dagskrána tekur hún yfirleitt eina kennslustund.
Markmið:
- að efla frumkvæði, sjálfstraust og félags- og tilfinningaþroska
- að efla ábyrgð nemenda sem þátttakenda í hópastarfi
- að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði
- að treysta samband milli heimila og skóla
Hér eru þrú dæmi á heimasíðu skólans:
- Föstudagssamvera undir stjórn nemenda í 1. bekk, 10. desember 2019
- Föstudagssamvera undir stjórn nemenda í 4. bekk, 20. janúar 2020
- Föstudagssamvera undir stjórn nemenda í 5. bekk, 7. febrúar 2020
