Foreldraþing

Dæmi um foreldraþing er fundur foreldra í Austurbæjarskóla 22. febrúar 2018.

Spurningarnar sem lagðar voru til grundvallar voru þessar:

  1. Hverjir eru styrkleikar skólans og hvað er brýnast að bæta í skólastarfinu?
  2. Hver eru helstu sóknarfæri Austurbæjarskóla? Hvaða þætti náms og kennslu má helst bæta?
  3. Hvað finnst þér að ætti að einkenna skólabrag og skólamenningu Austurbæjarskóla?
  4. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við Austurbæjarskóla, nemendahópinn í heild sinni og nám og vellíðan síns barns?
  5. Hvernig eflum við samskipti og byggjum upp traust milli skólans (sem stofnunar) og foreldra? Milli kennara og foreldra? Hvert er hlutverk foreldra í því að byggja upp traust í samskiptum? En skólans – og kennaranna?
  6. Framtíðarsýn og sérstaða Austurbæjarskóla? Fyrir hvað á skólinn að standa? Hver gætu verið einkunnarorð skólans til framtíðar? (Hvaða eiginleikum eiga nemendur hans að búa yfir að lokinni skólagöngu?)

Á fundinum var byggð á svokallaðri veggjakrotsaðferð, sjá hér:

Veggjakrotsaðferðir