Endurskoðun skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ

Skólaárið 2015-2016 var unnið að endurskoðun skólastefnu í Stykkishólmi. Fyrri skólastefna var samþykkt 2010, en hana má finna hér.

Ráðgjafi við þessa endurskoðun var Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Í stýrihópi voru:

  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, formaður skólanefndar Stykkishólmsbæjar, formaður hópsins
  • Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, formaður skólanefndar Tónlistarskólans
  • Fulltrúi Grunnskóla Stykkishólms var Berglind Axelsdóttir
  • Fulltrúi Leikskólans í Stykkishólmi var Sigrún Þórsteinsdóttir
  • Fulltrúi Tónlistarskólans var Jóhanna Guðmundsdóttir
  • Fulltrúi foreldra við Grunnskólann var Lára Björg Björgvinsdóttir
  • Fulltrúi foreldra Leikskólans var Ingunn Sif Höskuldsdóttir
  • Tveir fulltrúar íþrótta- og tómstundanefndar voru Agnes Sigurðardóttir og Sigfús Magnússon

Ráðgjafi hélt fundi með nemendum Grunnskólans og Tónlistarskólans, leikskólabörnum, starfsfólki skólanna þriggja, skólanefndum, æskulýðs- og íþróttanefnd, bæjarstjórn og stýrihópi verkefnisins. Á fundunum vara leitað álits á því hvað vel hefði verið gert í skóla- og tómstunda­starfi og hvað mætti betur fara. Þá voru fundarmenn beðnir um að setja fram hugmyndir um sóknarfæri og lýsa óskum sínum, skólunum til handa.

Samráðsfundur starfsmanna skólanna var haldinn föstudaginn 4. mars þar sem þeir ræddu niðurstöður og sameiginleg sóknarfæri.

Niðurstöður fundanna er að finna í þessu skjali.

Þá var í mars 2016 gerð könnun á viðhorfum foreldra og er niðurstöður hennar er að finna hér. 

Drög að nýrri skólastefnu voru lögð fyrir íbúaþing 21. maí. Í kjölfar þess var gengið frá lokatillögu, sjá hér.