Draumalandið – verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi

Haustið (2019) unnu nemendur á unglingastigi í Grunnskólanum í Borgarnesi verkefnið Draumalandið. Verkefnið var fólgið í því að nemendur  ímynduðu sér lönd og tóku ákvarðanir um líf þjóðanna sem þar búa. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum og þurftu að huga að stjórnskipulagi, samfélagsgerð, auðlindum, atvinnu, innviðum, menningu, landafræði og öllu þvi “sem gerir land að landi og samfélag að samfélagi” eins og það var orðað í verklýsingu. Til þess að gera þetta þurftu þau að leggjast í mikla rannsóknarvinnu. 

Kennararnir sem að þessu hafa komið hafa góðfúslega veitt leyfi sitt til að birta hér þær leiðbeiningar sem nemendur fengu í hendur þegar verkefnið fór af stað:

Aldursblandaður hópur.
Stoltur hópur að loknu góðu verki.
Nemendur kynna afrakstur vinnunnar (draumalöndin sín) fyrir gestum 25. september 2019).
Frá kynningardegi 25. sept. 2019. Fjölmargir foreldrar komu og kynntu sér draumalöndin.