Ingvar

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

Starfsmaður Skólastofunnar slf vann með kennurum í eftirfarandi skólum að innleiðingu aðalnámskrár (2011 / 2013): Skólar á Austurlandi / Skólaskrifstofa Austurlands (2013-2014) Álfhólsskóli (2013-2014) Hlíðaskóli (2013-) Skólarnir á Snæfellsnesi (2013-2014)   Laugarnesskóli (2013-2014) Vættaskóli (2012-2013)

Ráðgjöf

Skólastofan slf tekur að sér ráðgjöf um skólaskipan, mótun skólastefnu, námskrár- og námsefnisgerð, þróunarstarf, kennsluhætti og námsmat. Dæmi um verkefni sem starfsmenn Skólastofunar hafa verið að fást við: Skólastefnuverkefni Ráðgjöf um innleiðingu aðalnámskrár Þróunarverkefni Mótun forvarnarstefnu (Langanesbyggð)

Starfsmenn

Ingvar Sigurgeirsson er kennslufræðingur að mennt. Hann lauk kennaraprófi fyrst 1970 frá Kennaraskóla Íslands, meistaragráðu frá Sussex-háskóla 1986 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Ingvar er einnig prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af ráðgjöf við skóla, sveitarfélög og stofnanir, m.a. um stefnumótun, skólaumbótaverkefni, símenntun, námskrárgerð, og ráðningarmál. Ingvar hefur leiðbeint um …

Starfsmenn Read More »

Skólastofan slf – rannsóknir og ráðgjöf

Starfsmenn Skólastofunnar slf veita ráðgjöf um mótun skólastefnu, þróunarstarf í skólum, námskrár- og námsefnisgerð, námskeiðahald, fræðslustarf, kennsluhætti, skipulagningu námsumhverfis og kennsluaðferðir (m.a. um einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu, fjölbreyttar kennsluaðferðir, samvinnunám, samkomulagsnám, samþættingu námsgreina, skapandi starf og leiki sem kennsluaðferð), námsmat, samskipti (m.a. aga og bekkjarstjórnun), foreldrasamstarf og starfsmannamál (ráðningarþjónusta).

Heimasíða Skólastofunnar slf

Þetta er heimasíða Skólastofunnar slf . Beðist er velvirðingar á því að talsvert vantar á að öll gögn séu aðgengileg, en í ársbyrjun 2018 var vefurinn hakkaður og ekki hefur tekist að ljúka endurgerð.