Ingvar

Skipulag stuttra námskeiða

NÁMSKEIÐ FYRIR LEIÐBEINENDUR HJÁ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS VORIÐ 2013: HVERNIG GET ÉG GERT NÁMSKEIÐIÐ MITT ENN BETRA? Markmið Meginmarkmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi uppgötvi raunhæfar leiðir til að gera námskeiðið sitt eða námskeiðin sín enn betri. Innihald Þessar spurningar verða hafðar að leiðarljósi: Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar stutt námskeið er …

Skipulag stuttra námskeiða Read More »

Fræðslufundir (fyrirlestraröð, námskeið) fyrir kennara í Reykjanesbæ

Skólaárið 2016-2017 voru haldnir fræðslufundir (fyrirlestraröð) um kennslu- og námsmatsaðferðir og undirbúning kennslu fyrir kennara í grunnskólum Reykjanesbæjar. Umsjón með fundunum hafði Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Viðfangsefnin voru þessi: Hvað er góð kennsla? Öll viljum við sem fáumst við kennslu vera góðir kennarar! En í hverju er góð kennsla fólgin? Á þessum fræðslufundi ræðum við …

Fræðslufundir (fyrirlestraröð, námskeið) fyrir kennara í Reykjanesbæ Read More »

Námskeið

Skólastofan býður námskeið um fjölmörg efni, m.a. um fjölbreyttar kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað nám, námsmat, námsumhverfi, leiki sem kennsluaðferð og undirbúning og framkvæmd námskeiða! Fræðslufundir (fyrirlestraröð, námskeið) fyrir kennara í Reykjanesbæ Námskeið fyrir leiðbeinendur hjá Flugfélagi Íslands, vorið 2013: Hvernig get ég gert námskeiðið mitt enn betra? Önnur námskeið: Námskeið á Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Leikir í frístunda- og …

Námskeið Read More »

Önnur ráðgjafarverkefni

Ráðgjöf við Kópavogsskóla (vor 2019): Skýrsla: Mat á kennsluháttum í Kópavogsskóla og ábendingar um þróun þeirra Sóknarfæri Ráðgjöf (2018-2019): Smáraskóli í Kópavogi, nýbygging Ráðgjöf (2017-2018): Kársnesskóli – nýtt skólahúsnæð við Skólagerði, forsögn Verkefni fyrir Kópavogsbæ (2017): Ráðgjöf um málefni Hörðuvallaskóla, sjá skýrsluna Sóknarfæri í Hörðuvallaskóla: Nýting kennslurýmis og teymiskennsla Mótun forvarnarstefnu fyrir Langanesbyggð (2015-2016) Mótun læsisstefnu fyrir …

Önnur ráðgjafarverkefni Read More »

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

Starfsmaður Skólastofunnar slf vann með kennurum í eftirfarandi skólum að innleiðingu aðalnámskrár (2011 / 2013): Skólar á Austurlandi / Skólaskrifstofa Austurlands (2013-2014) Álfhólsskóli (2013-2014) Hlíðaskóli (2013-) Skólarnir á Snæfellsnesi (2013-2014)   Laugarnesskóli (2013-2014) Vættaskóli (2012-2013)

Ráðgjöf

Skólastofan slf tekur að sér ráðgjöf um skólaskipan, mótun skólastefnu, námskrár- og námsefnisgerð, þróunarstarf, kennsluhætti og námsmat. Dæmi um verkefni sem starfsmenn Skólastofunar hafa verið að fást við: Skólastefnuverkefni Ráðgjöf um innleiðingu aðalnámskrár Þróunarverkefni Mótun forvarnarstefnu (Langanesbyggð)

Starfsmenn

Ingvar Sigurgeirsson er kennslufræðingur að mennt. Hann lauk kennaraprófi fyrst 1970 frá Kennaraskóla Íslands, meistaragráðu frá Sussex-háskóla 1986 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Ingvar er einnig prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af ráðgjöf við skóla, sveitarfélög og stofnanir, m.a. um stefnumótun, skólaumbótaverkefni, símenntun, námskrárgerð, og ráðningarmál. Ingvar hefur leiðbeint um …

Starfsmenn Read More »

Skólastofan slf – rannsóknir og ráðgjöf

Starfsmenn Skólastofunnar slf veita ráðgjöf um mótun skólastefnu, þróunarstarf í skólum, námskrár- og námsefnisgerð, námskeiðahald, fræðslustarf, kennsluhætti, skipulagningu námsumhverfis og kennsluaðferðir (m.a. um einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu, fjölbreyttar kennsluaðferðir, samvinnunám, samkomulagsnám, samþættingu námsgreina, skapandi starf og leiki sem kennsluaðferð), námsmat, samskipti (m.a. aga og bekkjarstjórnun), foreldrasamstarf og starfsmannamál (ráðningarþjónusta).

Heimasíða Skólastofunnar slf

Þetta er heimasíða Skólastofunnar slf . Beðist er velvirðingar á því að talsvert vantar á að öll gögn séu aðgengileg, en í ársbyrjun 2018 var vefurinn hakkaður og ekki hefur tekist að ljúka endurgerð.