Ingvar

Skólamál og skólastefna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Um þessar mundir er unnið að mótun skólastefnu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Miðvikudaginn 5. október ræða starfsmenn Þjórsárskóla og leikskólans Leikholds um stöðu skólamála, styrkleika, sóknarfæri og framtíðarsýn: Samræða í Þjórsárskóla Samræða í leikskólanum Leikholti

Endurskoðun skólastefnu fyrir Ölfus

Um þessar mundir er unnið að því að endurskoða skólastefnu fyrir Ölfus. Mánudaginn 3. október mun starfsfólk leikskólans Bergheima hittast og ræða skólastefnuna! Sjá hér: https://padlet.com/ingvarsigurgeirsson/Olfus_leikskoli  Þriðjudaginn 27. september settist starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn í hópa til að ræða stöðu skólamála í sveitarfélaginu, styrkleika, veikleika, sóknarfæri, skólaskipan og æskilega þróun starfsins. Sjá nánar hér: https://padlet.com/ingvarsigurgeirsson/Olfus_adal …

Endurskoðun skólastefnu fyrir Ölfus Read More »

Greinar og efni um áhugasviðsverkefni

Aðalheiður Halldórsdóttir, Erla Gígja Garðarsdóttir, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir og Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir: Að móta sitt eigið nám (Um áhugasviðsnám í námsveri Kópavogs.) Halla Rún Tryggvadóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir: Að hugsa út fyrir rammann: Áhugasviðsverkefni á unglingastigi í Borgarhólsskóla Jóna Benediktsdóttir: Hvernig smáfræ verður að meginstoð í sköpun lærdómssamfélags: Um áhugasviðsverkefni í Grunnskólanum á Suðureyri …

Greinar og efni um áhugasviðsverkefni Read More »

Afmælisrit Ingvars Sigurgeirssonar – flokkun greina

Í tilefni af sjötugsafmæli Ingvars Sigurgeirssonar, fyrrverandi prófessors í kennslufræði við Háskóla Íslands, var efnt til greinaskrifa honum til heiðurs. Greinarnar birtust í Skólaþráðum: Tímariti samtaka áhugafólks um skólaþróun 2020-2021 og urðu alls 46 eftir 60 höfunda. Ritstjórn önnuðust þau Anna Kristín Sigurðardóttir, Baldur Sigurðsson og Gerður G. Óskarsdóttir. Hér eru greinarnar flokkaðar eftir meginefni: …

Afmælisrit Ingvars Sigurgeirssonar – flokkun greina Read More »

Austurbæjarskóli – nemendaþing

Þingið hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 11. október 2017 en þá hittu nemendur í 10. bekk nemendur í 1.-4 bekk í aldursblönduðum hópum (10-15 í hverjum hópi) og stýrðu með þeim rýnihópafundum (matsfundum) þar sem eftirfarandi spurningar voru ræddar: Nefnið eitthvað eitt, tvennt eða þrennt sem þið eruð ánægð með í Austurbæjarskóla? Nefnið eitthvað eitt, tvennt …

Austurbæjarskóli – nemendaþing Read More »