Af litlum neista – við eflum samskipti

Um starfsþróunarverkefnið í grunnskólum Árborgar, skólaárið 2019–2020

Skólaárið 2019–2020 unnu kennarar, stjórnendur og annað fagfólk í grunnskólunum í Árborg (Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla) áfram að starfsþróunarverkefnum sem tengdust hugmyndinni um skólann sem lærdómssamfélag. Á síðasta skólaári fengust kennarateymi við verkefni sem tengdust innleiðingu eða þróun teymiskennslu, leiðum til að bæta bekkjar- og skólabrag og efla foreldrasamstarf, sjá hér. Skólárið 2019-2020 var þessum verkefnum haldið áfram með tveimur megináherslum: Annars vegar að efla samskipti og hins vegar að leita fjölbreyttra leiða til að efla orðaforða nemenda. Verkefnin tengdust teymiskennslu, samskiptum, samvinnunámi, bekkjar- og skólabrag og foreldrasamskiptum. Jafnframt áttu öll teymi að leita leiða til að efla orðaforða. Áríðandi var talið að gera þetta í öllum námsgreinum.

Stefnt var að því að teymin kynntu afrakstur verkefnanna á Skóladegi Árborgar, 18. mars 2020 (í menntabúðum). Af því varð ekki vegna covid.

Verkefnið var sett af stað miðvikudaginn 9. október með eftirfarandi dagskrá í Vallaskóla:

  • Kl. 13.10
    Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Reykjavík og Hrund Gautadóttir kennari við skólann, sögðu frá árangursríku starfsþróunarverkefni sem byggist á starfendarannsóknum með þátttöku allra kennara skólans.

  • Eftir kafllihlé, kl. 14.30-16.00 stýrði Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, dagskrá um leiðir sem kennarar geta farið til að efla orðaforða. Dagskráin hófst kl. 13.10 og stóð til 16.00. Guðmundur nefndi framlag sitt Hrútaþukl og fyrningar, orða- og hugtakakennsla (sjá nánar um framlag hans hér).

Um miðjan október skiluðu teymin áætlunum sínum (sjá þetta eyðublað).

Miðvikudaginn 20. nóvember var áfram unnið með orðaforða undir verkstjórn Guðmundar Engilbertssonar, en einnig dagskrá um árangursríka teymiskennslu.
Dagskráin var í Sunnulækjarskóla.

Kl. 13.10-13.50
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi í Kópavogi: Árangursrík teymiskennsla: Hvernig mætum við áskorunum?

14.10-16.00
Tvennt var í boði:

Orðaforðasmiðja (hringekja (stöðvavinna), undir stjórn Guðmundar Engilbertssonar, þar sem  sem fjölbreyttar orðavinnuaðferðir úr Orði af orði kennslufræðinni verða notaðar. Unnið verður út frá tilteknum efnivið til að veita innsýn í hvernig orðavinnan stuðlar að betri skilningi á efninu og námi.

Dagskrá um teymiskennslu:

  • María Paloma Ruiz Martinez verkefnisstjóri og Elsa Sif Guðmundsdóttir, kennari í Lindaskóla: : Teymiskennsla á yngsta stigi í Lindaskóla í Kópavogi.
  • Erna Guðríður Kjartansdóttir, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og Sunna Guðmundsdóttir, kennarar í Vesturbæjarskóla: Reynslan af innleiðingu teymiskennslunnar í skólanum.
  • Íris Aðalsteinsdóttir umsjónarkennari í 9. bekk Grundaskóla á Akranesi og Ingibjörg Stefánsdóttir umsjónarkennari í 10. bekk: Teymiskennsla á unglingastigi.

Miðvikudaginn 22. janúar hittist hópurinn í BES kl. 13.15-15.45/16.00

13:25 – 14:25 – Þórkatla Aðalsteinsdóttir ræddi um samskipti á vinnustöðum

14:25-14:45 – Kaffi

14:45-15:45/16.00 – Umræður: Hópurinn skipti sér upp eftir stigum. Deildarstjórar stiga leiddu umræðuna og sáu til þess að safna saman fundargerðum.

Til umræðu í 5.-7. manna hópum (þvert á skóla):

  • Hverju hef ég breytt?
  • Hvað er nýtt?
  • Hvað hef ég lært?
  • Óskir?

List- og verkgreinakennarar blönduðu sér á stigin.

Niðurstöður samæðnanna er að finna hér.

Í stýrihópi verkefnisins eru deildarstjórar grunnskólanna þriggja, starfsfólk skólaþjónustu og til ráðgjafar prófessorarnir Anna Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Sigurgeirsson.


Síðast breytt 22.1.2021