Af litlum neista – niðurstöður hópumræðna um leiðir til að efla foreldrasamstarf 6. mars 2019

 • Við viljum efla samstarf við foreldra.
 • Áríðandi að kennarar beri virðingu fyrir öllum foreldrum.
 • Áhersla á að eiga bein samskipti við foreldra (ræða við þá, hringja), fremur en að senda tölvuskeyti – einnig í ljósi nýrra persónuverndarlaga.
 • Gerum skólastarfið sýnilegra.
 • Við reynum að finna tíma til að bjóða foreldrum í kennslustundir og að leggja fyrir verkefni sem nemendur vinna heima með aðkomu foreldra, ýmist að foreldrar aðstoði við heimaverkefnin eða meti vinnu barnsins.
 • Skipulagðar heimsóknir foreldra á ákveðnum tímabilum.
 • Fá foreldra til að kynna störf sín.
 • Við viljum opna skólana meira – koma til móts við erlenda foreldra og fá þá meira inn í skólana.
 • Samræming
  • Svipað verklag á öllum stigum.
  • Í upphafi skólaárs: Skipuleggja opna foreldradaga – foreldrakaffi o.þ.h. Þá eru dagarnir sýnilegir langt fram í tímann.
  • Seinni parts bekkjarfundir, þ.e. að boða foreldra alla saman á fund, t.d. á nýju skólaári og ræða þá almenn mál og t.d. bekkjarbrag.
  • Árgangateymi á milli skóla hittist, t.d. tvisvar á skólaári.
 • Dæmi erum um að kennari hafi boðið foreldra í skólann til samstarfs um að greiða úr samskiptavanda nemenda í bekknum og milli bekkja. Það gaf góðan árangur.
 • Við viljum geta sent foreldrum myndir úr skólastarfinu. Það hefur góð áhrif og skapar jákvæð viðhorf til skólastarfsins. Leggjum til að skólarnir hafa samræmdar reglur um þetta.
 • Eftir að persónuverndarlögin tóku gildi þarf skráning á gögnum um nemendur að vera læst og það hefur reynst áskorun að fylgja því eftir, þ.e. hvað má skrifa, hvaða gögn má geyma, hvar á að geyma þau og hverju á að eyða.
 • Árborg þyrfti að gefa út viðmið um hlutverk og samskipti foreldra og skóla líkt og Reykjavíkurborg hefur gert.
  • Skilgreina hlutverk kennara og foreldra betur.
 • Gefa út bækling. Minna á heimalestur – heimanám – námsgögn.
  • Árétta mikilvægi þess að foreldrar ræði með jákvæðum hætti um skólann og komi gagnrýni sinni beint til starfsfólks.
 • Bjóða upp á foreldranámskeið.
 • Hnitmiðaðir fræðslufundir – áhugaverð erindi – „súpufundir“.
 • Hegðunarfrávik: Foreldrar fylgi börnum sínum til að fá aðra sýn – vinnustaður barnanna.
 • Stefna Árborgar varðandi samskipti foreldra og skóla
  • Stýrihópur
  • Fulltrúar úr hverjum skóla (kennarar) + foreldrar
  • Stjórnendur

Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista