Af litlum neista – niðurstöður hópumræðna um leiðir til að bæta samskipti og bekkjarbrag 6. mars 2019

Staðan

 • Kennarar eru sammála um að námskeiðin í janúar hafi nýst vel.

Vallaskóli

 • Kennarar hafa valið verkfæri úr kistunni sem Vanda kynnti.

Sunnulækur

 • Áframhaldandi vinna á hverju stigi. Reynt að fella hugmyndir að því sem nýtist best miðað við skólabraginn sem fyrir er. Tengt við Uppeldi til ábyrgðar.

Almennt

 • Hlúa betur að grunninum.
 • Engin ein leið hentar öllum.
 • Jafnvægi milli fjölbreyttra kennsluhátta og einstaklingsmiðunar.
 • Fjölbreyttari námsleiðir, aukin samvinna og samkennd.

Sóknarfæri

 • Hugað að uppröðun borða.
 • Reyna að nýta betur verkfærin sem okkur hafa verið kynnt – fá meiri tíma. Fá glærurnar frá námskeiðunum.
 • Huga að lengd kennslustunda.
 • Áríðandi að vinna betur úr fyrirlestrum og námskeiðum – setjast niður strax á eftir til að vinna úr efninu.
 • Viljum gjarnan vita betur um stöðu nemenda – og upplýsa foreldra um félagslega stöðu nemenda.
 • Vinna meira að sameiginlegum verkefnum þvert á stig.

Óskir

 • Koma á tengingu milli skóla og hópa. Fá að vita hvað er að gerast í hinum hópunum.
 • Fá meiri fræðslu um hvernig best reynist að koma til móts við erfiða nemendur.
 • Skólinn móti ákveðna stefnu (leiðir, verkefni í öllum árgöngum) sem fylgt sé eftir (deildastjórar).
 • Hugmyndum verði deild á milli kennara (kannski Facebook) – verkefni, hugmyndir, leiðir, ferlar.
 • Fyrir þurfa að liggja nákvæmar upplýsingar um verkferla og verklag (starfsmannahandbók).
 • Skapa öllum aðgang að þeim fyrirlestrum sem eru í boði.
 • Notum T-listana.
 • Kennarinn skoðar sjálfan sig.
 • Bekkjarfundir eru góð verkfæri.
 • Áríðandi að kennarar á hverju stigi ákveðni þá þætti sem leggja á áherlsu á.
 • Fá framhaldsnámskeið hjá Vöndu fyrir allt starfsfólk.

Áskoranir

 • Finna tíma til að vinna með þetta.
 • Neikvæður leiðtogi.
 • Erfiðustu nemendurnir reynast mjög krefjandi – áríðandi að finna leiðir til að vinna með þeim.

Starfsþróun

 • Kennarar rýni í eigið starf (sjálfskoðun).
 • Athuga stöðu barnanna í bekknum.
 • Skapa tíma til að nýta verkfærin.
 • Marka ákveðna stefnu innan hvers stigs.
 • Meiri einstaklingskennsla.
 • Verum óhrædd við að prófa nýjungar í kennsluháttum – verum meðvituð um bekkjarbraginn.

Aðgerðir

 • Halda nemendaþing – nemendur taki þátt í að móta stefnuna.

Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista