Month: December 2020

Heimsóknir kennara í Oddeyrarskóla á heimili

Úr vorskýrslu Oddeyrarskóla 2017-2018 (sjá hér, ath. að orðalagi er ögn hnikað á nokkrum stöðum): Oddeyrarskóli leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og viljum við fyrst og fremst leggja áherslu á gagnkvæmt traust og jákvæð samskipti við fjölskyldur nemenda okkar. Við trúum því að samábyrgð og samvinna heimila og skóla sé hornsteinn að …

Heimsóknir kennara í Oddeyrarskóla á heimili Read More »

Föstudagssamvera í Ártúnsskóla

Alla föstudaga hittast nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla á sal, syngja saman, fræðast og nemendur setja upp skemmtidagskrár, sýna afrakstur vinnu sinnar og veittar eru viðurkenningar. Allir nemendur skólans koma fram a.m.k. tvisvar á ári á föstudagssamveru. Bekkir og árgangar skiptast á um að sjá um samveruna. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðnir velkomnir. Mikil ánægja …

Föstudagssamvera í Ártúnsskóla Read More »

Foreldrar skipuleggja viðburði með nemendum

Lilja M. Jónsdóttir (2011), f.v. lektor við Menntavísindasvið, gefur dæmi um þetta úr Háteigsskóla, þar sem foreldrar skiptust á að skipuleggja mánaðarlega viðburði: Á fyrsta foreldrafundi haustsins var foreldrum skipt í átta til níu hópa. Í hverjum hópi voru foreldrar tveggja til þriggja nemenda í hvorum bekk árgangsins og þurfti hver hópur að skipuleggja og …

Foreldrar skipuleggja viðburði með nemendum Read More »

Hvernig eflum við samstarf við foreldra?

Hér er leitast við að halda til haga nokkrum hugmyndum sem reynst hafa vel við að efla samstarf skóla og foreldra. Hugarflugsfundir með foreldrum Skólaþing Dæmi úr Austurbæjarskóla Morgunfundir / morgunkaffi með skólastjóra Dæmi úr Salaskóla Að nýta sérþekkingu foreldra (starfskynningar, áhugasvið, sérþekking, saga, reynsla) Dæmi úr Garðaskóla: Starfamessa Morgunstundir á sal Dæmi úr Brekkubæjarskóla …

Hvernig eflum við samstarf við foreldra? Read More »

Foreldraþing

Dæmi um foreldraþing er fundur foreldra í Austurbæjarskóla 22. febrúar 2018. Spurningarnar sem lagðar voru til grundvallar voru þessar: Hverjir eru styrkleikar skólans og hvað er brýnast að bæta í skólastarfinu? Hver eru helstu sóknarfæri Austurbæjarskóla? Hvaða þætti náms og kennslu má helst bæta? Hvað finnst þér að ætti að einkenna skólabrag og skólamenningu Austurbæjarskóla? …

Foreldraþing Read More »

Veggjakrotsaðferðir

Veggjakrotsaðferðir (e. graffiti wall, graffiti board, graffiti writing) henta sérstaklega vel til að virkja alla nemendur. Þessar aðferðir eru til í mörgum afbrigðum og þær má nota á öllum skólastigum. Þær eiga það sameiginlegt að nemendur vinna í hópum, skrá hugmyndir eða svör við spurningum á blöð eða miða sem síðan eru fest á vegg …

Veggjakrotsaðferðir Read More »