Almennt

 • Starfsmenn virðast sáttir við starfi í kringum Af litlum neista.
 • Teymisvinna er tímafrek – nýr starfsmaður þarf eitt til tvö ár í innleiðingarferli.
 • Teymi eru sífellt að breytast vegna mannabreytinga.

Staðan

 • Vallaskóli: Hefur um margt gengið vel. Mikið samstarf. Nemendur hafa grætt mikið á þessu starfi. Á miðstigi er mikil teymisvinna – en ekki mikil teymiskennsla – en tilraunir í gangi. Nokkrir örðugleikar að hafa komið upp á unglingastiginu – en metnaður mikill. Erum að glíma við stærðina á teyminu – rýmið er hamlandi. Til greina kemur að vera með minni einingar. Helsta áskoruninn hefur verið að finna öllum hlutverk. Unglingastigið er í teymiskennslu og -vinnu alla daga. Upphaflega pælingin var að blanda námsgreinum meira saman en erum of bundin í faggreinunum. Því urðu kennarar sem voru ekki með fasta faggrein svolítið útundan. Höfum fundað mikið í vetur og rætt málin og erum að lenda á nokkuð góðri lausn fyrir næsta vetur sem ætti vonandi að jafna álagið á milli kennara og finna rétta flötinn á því að hafa námið fjölbreytt og minnka álagið sem felst í yfirferð. Stærri rými vantar vegna fjölda nemenda í hverjum hóp.
 • Sunnulækjarskóli: Kostur að hafa verið teymiskennsluskóli frá upphafi. Mismunandi eftir stigum hvernig þessu er háttað. Í 5. bekk færa kennarar sig til á milli svæða sem hefur gengi mjög vel. Sex kennarar eru í íþróttateymi. Stöðvaform og oft fimm kennarar á fjórum svæðum. Árgangateymi á yngri stigum og svo faggreinateymi þegar ofar kemur. Teymiskennsla í verkgreinum er ekki mikil.
 • BES: Komin styttra en hinir skólarnir hvað teymiskennslu varðar en teymisvinna mikil. Í febrúar var byrjað á teymiskennslu í stærðfræði á unglingastigi. Meira hringekjuform á yngri krökkum. Teymiskennsla í tengslum við Erasmus-verkefni.

Áskoranir

 • Þyrftum að vinna meira saman þvert á skóla, t.d. að auka samstarf faggreinakennara.
 • BES: Kennurum í BES finnst þeir einangraðir og vilja komast í meira samstarf við kennara í öðrum skólum. Áhugi á að tekin verði ákvörðun um að fara í teymiskennslu af fullum krafti. Vandamál varðandi stundatöflu og húsnæði (starfsstöðvar eru tvær). Húsnæði unglingadeildar er áskorun.
 • Sunnulækjarskóli: Mikil þrengsli og vandamál vegna forfalla kennara.
 • Vallaskóli: Stundatöflur og húsnæði – rýmið. Þátttaka stjórnenda.

Sóknarfæri

 • BES: Gott væri að komast í eitt húsnæði. Það er kostur að skólinn er fámennur og nemendafjöldi í hverjum bekk góður.
 • Sunnulækur: Mikið hægt að samþætta stig, bekki og Setrið sem dæmi. Teymiskennslan gengur vel en starfið gæti verið betra á milli stiga.
 • Vallaskóli: Þær tilraunir sem eru í gangi núna ganga vel og það þarf að gæta þess að halda sama striki og efla teymiskennsluna. Gott væri að fá inn fleiri kennara og meira rými. Bæta inn teymiskennslu í stærðfræði.
 • Meiri verkgreinakennsla. Fá kennara sem eru bara í smiðjum, ekki faggreinakennarar per se.
 • Meiri samþætting, aukið samstarf, deila verkefnum, kennarar deili líka með sér hugmyndum, stíga skrefið til meira samstarfs.
 • Aukin samþætting list- og verkgreina.
 • Aukin samþætting bóknámsgreina.
 • Teymin kynni sig á deildarfundum.
 • Tucman: Forming, norming, storming.
 • Hafa fasta teymisfundatíma.
 • List- og verkgreinateymi gæti skipt sér upp og heimsótt önnur teymi.

Vegvísar úr menntastefnu Árborgar

 • BES: Gott samstarf við foreldra og heimili. Góð samskipti eru mikilvæg.
 • Sunnulækjarskóli: Einstaklingsmiðað nám er mikilvægt. Samvinna og leikur hjá börnunum. nemendur njóta tímans í skólanum.
 • Vallaskóli: Vellíðan innan skólans og starfsins er mikilvægt og stór þáttur í velgengni skólans.

Helstu óskir:

 • Fylgja verkefninu vel eftir, gæta þess að þetta gleymist ekki. Gera eitthvað í þessu í stað þess að taka bara um þetta. Fara „all in“.
 • Meiri tíma í þróunarvinnnuna, færri fundir og auka við hluta þróunarvinnu, ekki boðlegt að gera stóran hluta af þessu í frítíma. Má vel skoða að fækka kennslustundum.
 • Mikilvægt að fá virkan stuðning stjórnenda í þróunarstarfinu.
 • Þróunarverkefni verði skilgreind innan vinnutíma og ekki á kostnað undirbúnings.
 • Skólaheimsóknir.
 • Bæta aðstöðu.
 • Forfallakennarar séu til staðar.
 • Fá fleiri fagstéttir (stoðþjónusta, stjórnendur) að teymiskennslunni.
 • Stuðningsfulltrúar fái undirbúningstíma.
 • Opna á milli stofa / vinnusvæða.

Næstu mánuðir:

 • Höldum ótrauð áfram.
 • Í Vallaskóla þarf að finna bestu leiðina til að byrja næst ár. Nýtum skólaheimsóknir.
 • Teymin setji sér markmið / stefnu til að vinna að og skili af sér hvernig gekk.

Næsta skólaár

 • Í Vallaskóla verður haldið áfram að þróa starfið.
 • BES stefnir á aukna teymisvinnu á næsta ári, hafa verið að fylgjast vel með.
 • Þurfum sem sveitarfélag/lærdómssamfélag að vera duglegri að deila reynslu á milli okkar og vinna saman að því að gera skólastarfið betra.
 • Nýta skóladag Árborgar til að miðla góðum hugmyndum.

Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista