Almennt

 • Þurfum að vera duglegri að draga fram vinnuna okkar í þessu verkefni – minna á – og stuðla að því að teymin miðli sín á milli.
 • Áríðandi að halda þróunarstarfinu áfram – við viljum vera í fararbroddi. Verum stöðugt að ígrunda störf okkar.
 • Breytum menningu deildafunda … þeir verði faglegir samræðufundir, til ígrundunar og þróunar.
 • Sérkennarar og stuðningsfulltrúar taki aukinn þátt í undirbúningi og teymisfundum.
 • Meiri tíma í faglega umræðu kennara – minni innlagnir – meiri samræða.
 • Stýra fundum betur.
 • Við þurfum meiri miðstýringu – meira utanumhald um verkefni sem verið er að vinna að.
 • Aukum samstöðuna – siglum í sömu átt.
 • Fá forráðamenn til að samþykkja myndbirtingar. Æskilegt er að samræmdar reglur gildi um þetta í Árborg.
 • Forföll hafa mikil áhrif á starfið.
 • Nemendahópar þyrftu að vera minni – fjöldinn hefur áhrif á þróunastarfið.
 • Nýta möguleika á að hafa kennaraskipti.

Foreldrasamstarf

 • Ánægja með þá fyrirlestra sem hafa verið í boði.
 • Hvernig fáum við foreldrana inn í skólann? Hafa meira lifandi starf og bjóða foreldrum.
 • Virkja foreldra meira – bjóða þeim oftar að taka þátt í skólastarfinu.
 • Árborg setji viðmið um hlutverk kennara of foreldra. Viljum sjá að þetta liggi fyrir í vor.
 • Aukinn stuðningur við kennara.
 • Stýra því betur hvað fólk er að gera – samræma.
 • Muna að velja frekar að hringja í foreldra en að notast við tölvupóst.
 • Virkja bekkjartengla.
 • Hafa fasta viðburði eftir árgöngum.

Samskipti og bekkjarbargur

 • Gott að fá verkfærin frá Lilju og Vöndu, margir farnir að nýta þau – en oft hefur vantað tíma.
 • Fá Vöndu með annan fyrirlestur – eða helst námskeið.
 • Halda bekkjarfundi vikulega.
 • Fá endurmenntun í Uppeldi til ábyrgðar.
 • Halda nemendaþing. Leyfa nemendum að hafa eitthvað um það að segja hvernig við mótum bekkjar- og skólabrag.
 • Hópeflisvika í upphafi hvers skólaárs í öllum árgöngum.
 • Við viljum niðurstöður úr Skólapúlsinum og umbótaáætlun.
 • Skipulagt ferli í eineltismálum.
 • Mikilvægi myndrænna skilaboða / skipulags – ekki síst á opnum svæðum.
 • Finna út úr því við hverja við höfum minni samskipti við og hvernig við getum bætt okkur í samskiptum við alla.
 • Hafa markmið skýr og sýnileg fyrir nemendur.
 • Ákveðnir dagar verði settir á skóladagatal þar sem unnið verði með samskipti og bekkjarbrag.
 • Skólafærninámskeið fyrir foreldra.
 • Dæmi um miðstýringu:
  • Vika 1: Þarfagreining
  • Vika 2: Flokkun
  • Vika 3: Flokkun á úrgangi / rusli – mögulega að senda nestis-rusl allt heim.
 • Hvar ætlum við að vera í vor:
  • Rusl heim.
  • Fáum efni sent í tölvupósti – hvert er umræðuefni vikunnar / mánaðarins.
  • Að það sé sýnilegt að verið sé að ganga í takt.
  • Að hafa vinnuna okkar sýnilegri – nemendavæða upplýsingar – foreldravæða upplýsingar
  • Stoðtímar ekki eingöngu ætlaðir í stærðfræði og íslensku.

Teymisvinna – teymiskennsla

 • Verkefnið hefur verið hvati.
 • Markvissari stuðningur af hálfu stjórnenda.
 • Mikilvægt að stjórnendur geti stigið inn í kennarateymi eftir óskum / þörfum.
 • Grundvallaratriði að stundataflan vinni með árgangi og að kennarar vinni í takt.
 • Höldum fundi þar sem teymin kynna vinnu sína og læra hvert af öðru.
 • Nýir kennarar þurfa stuðning í upphafi.
 • Festa fundartíma teyma.
 • Samræðan – skapa vettvang fyrir það sem er mikilvægast – miðla þekkingu innan skóla og milli skóla.

 


Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista