Fjórði áfangi verkefnisins var í Vallaskóla miðvikudaginn 6. mars (á öskudaginn), kl. 13.30-16.00. 

Verkefnið var að ræða hvernig okkur hefur miðað, leggja drög að því hvernig við ljúkum verkefninu á skólaárinu og leggja línur fyrir næsta ár.

Í byrjun fór Ingvar Sigurgeirsson nokkrum orðum um stöðuna og tengdi við vinnu okkar frá því í nóvember og janúar: Glærur Ingvars.

Í framhaldi af framlagi Ingvars var unnið í hópum við að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hefur okkur miðað áfram? Hverju hefur vinnan í skólunum skilað? En námskeiðin 3. janúar?
 • Hverjar eru nú helstu áskoranir?
 • Hvaða sóknarfæri sjáið þið nú?
 • Er hægt að tengja vinnu okkar við menntastefnu Árborgar? Sjá hér.
 • Hverjar eru óskir ykkar varðandi verkefnið (bjargir, stuðningur, fræðsla, annað)?
 • Hvað ætlið þið að gera í tengslum við verkefnið á næstu mánuðum (t.d. fram að páskum)? Hvernig viljið þið sjá starfið þróast næsta skólaár?

Umræðan fór fyrst fram í hópum þvert á skóla – en síðan hittust kennarar úr hverjum skóla. Markmiðið var að í dagslok vissu allir hvað þeir ætluðu að gera í framhaldinu!

Niðurstöður hópvinnunnar voru þessar:

 • Almennar niðurstöður
  • Gefa þarf þróunarverkefninu meiri tíma.
   • Minnkum kennsluskyldu til að skapa aukið svigrúm fyrir þróunarstarf.
  • Virkja verkefnisstjóra – stýrihópa.
  • Óskir eftir meira samstarfi skólanna í sveitarfélaginu. Til dæmis gætu kennarar hvers stigs hist og skipulagt samstarf, viðburði eða verkefni. Eins aukin samskipti nemenda þvert á skóla.
  • Bent var á að vinnan væri í góðu samræmi við hugmyndina um skóla fyrir alla sem og hugmyndafræðina um skólann sem lærdómssamfélag.
  • Jákvæð viðhorf komu fram gagnvart megináherslum í menntastefnu sveitarfélagsins.
  • Nokkrir hópanna óskuðu eftir betri stýringu á vinnunni – meiri eftirfylgni.
  • Komið verði á fót sameiginlegum gagnagrunni – hugmyndabanka.
  • Aukin áhersla á vinnu með nærsamfélaginu.
  • Minna alla á að upplýsingar um niðurstöður hópumræðna í þessu verkefni er að finna á skolastofan.is
  • Stofna hugmyndahóp á Facebook þar sem hugmyndum er miðlað.
 • Niðurstöður umræðna um foreldrasamstarf
 • Um samskipti og bekkjarbrag
 • Um teymiskennslu
 • Niðurstöður úr umræðum í skólahópum:

Í vor verður uppskeruhátíð í formi menntabúða þar sem afrakstur skólaársins verður kynntur.


Um verkefnið Af litlum neista