Þriðji áfangi þróunarverkefnisins verður fimmtudaginn 3. janúar 2019 í Sunnulækjarskóla. Í boði verða þrjú námskeið:

9.00-12.00 Nanna Christiansen, verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar:
Leiðir til að efla samstarf við skólaforeldra
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir:
Árangursrík teymiskennsla
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands:
Leiðir til að efla samskipti og bekkjarbrag

 

Annar áfangi í verkefninu Af litlum neista (sjá hér fyrir neðan) var samráðsdagur sem haldinn var föstudaginn 16. nóvember í skólunum þremur:

Dagskrá

Tími Foreldrasamstarf
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Teymiskennsla
Sunnulækjarskóli
Samskipti og bekkjarbragur
Vallaskóli
13.20-14.00 Kveikja:
Nanna Christiansen, verkefnisstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar:
Leiðir til að efla samstarf við skólaforeldra
Glærur Nönnu 
(án mynda)
Kveikja:
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir:
Að starfa í teymi – hvað hefur reynst best?
Glærur Þórhildar
Kveikja:
Lilja M. Jónsdóttir, lektor við Háskóla Íslands:
Leiðir til að efla bekkjarbrag
Glærur Lilju
14.15-15.40 Samræða um leiðir til að efla samstarf við foreldra.
Umræðustjóri: Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur
Samræða um leiðir í teymisvinnu
Umræðustjóri: Ingvar Sigurgeirsson, prófessor
Samræða um leiðir til að bæta bekkjarbrag
Umræðustjóri: Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi
Spurningar
 •  Hverjar eru helstu áherslur í ykkar skóla varðandi foreldrasamstarf?
 • Hverjar eru helstu ögranir / áskoranir sem þið standið frammi fyrir í ykkar skóla varðandi foreldrasamstarf?
 • Hvað hafið þið áhuga á að vinna að í þessu starfsþróunarverkefni?

Niðurstöður hópumræðna

 • Að hvaða marki er teymiskennsla viðhöfð í ykkar skóla?
 • Hverjar eru helstu ögranir /áskoranir sem þið standið frammi fyrir í ykkar skóla við að koma teymiskennslu á eða þróa hana áfram?
 • Hvað hafið þið áhuga á að vinna að í þessu starfsþróunarverkefni?

Niðurstöður hópumræðna


 

Ýmis gögn um teymiskennslu

 

 • Hverjar eru helstu áherslur í ykkar skóla varðandi samskipti og bekkjarbrag?
 • Hverjar eru helstu ögranir /áskoranir sem þið standið frammi fyrir í ykkar skóla varðandi þessi viðfangsefni?
 • Hvað hafið þið áhuga á að vinna að í þessu starfsþróunarverkefni?

  Niðurstöður hópumræðna

Þessari dagskrá verður fylgt eftir með námskeiði 3.1. 2019, kl. 9.00-12.00.

Um verkefnið Af litlum neista

Skólaárið 2018-2019 gefst kennurum í grunnskólunum í Árborg (Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla) tækifæri til að vinna að skólaþróunarverkefnum sem tengjast hugmyndinni um skólann sem lærdómssamfélag. Skólarnir munu velja sér viðfangsefni til að þróa sem geta tengst innleiðingu eða þróun teymiskennslu, leiðum til að bæta bekkjar- og skólabrag og efla foreldrasamstarfs.

Verkefnið var sett af stað með málþingi / námskeiði í Sunnulækjarskóla föstudaginn 17. ágúst nk. kl. 8.30 og stóð dagskráin til 12.30.

Umsjónarmenn verkefnisins, prófessorarnir Anna Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Sigurgeirsson stýrðu dagskrá þar sem meginviðfangsefni voru kynnt. Anna Kristín leiddi umræðu um skólann sem lifandi lærdómssamfélag og Ingvar fjallaði um reynsluna af innleiðingu teymiskennslu í skólum hér á landi, sóknarfæri og hindranir.

Í framhaldi af málþinginu völdu kennarar sér viðfangsefni til að þróa í samráði við stjórnendur skólanna og umsjónarmenn verkefnisins. Gefinn var kostur á að kalla fleiri aðila til ráðgjafar, t.d. sérfræðinga um hópefli, aga- og bekkjarstjórnun, hegðunarvandamál og leiðir í foreldrasamstarfi. Þá verða á árinu í boði stutt námskeið, fyrirlestrar og handleiðsla sem tengjst þeim meginviðfangsefnum sem unnið verður að í skólunum sem ýmist beinist að einstökum skólum eða þvert á skóla. Mikil áhersla verður lögð á samstarf þátttakenda.

Verkefninu lýkur með uppskeruhátíð í júní 2019 þar sem kennarar miðla hver öðrum af reynslu sinni af þeim verkefnum sem þeir hafa verið að glíma við.

Efnt var til samkeppni um nafn á verkefnið og fékk það heitið Af litlum neista. Hugmyndina átti Anna Linda Sigurðardóttir kennari í Vallaskóla.

Uppfærð drög að tímaáætlun fyrir verkefnið

Tímabil 2018/2019 Viðfangsefni/viðburður Staður
Ágúst Upphaf – málstofa föstudaginn 17. ágúst, kl. 8.30-12.30 Sunnulækjarskóli
September Kennarar velja sér viðfangsefni
Október / nóvember 16. nóvember: Þrjár málstofur þvert á skóla um þau viðfangsefni sem kennarar í hverjum skóla velja (bekkjarstjórnun, foreldrasamstarf, teymiskennsla). Kennarar vinna að þróun verkefnisins. Hér má sjá fyrstu hugmyndir að viðfangsefnum og áherslum
Nóvember Ráðgjafar heimsækja skólana – fyrirlestrar, handleiðsla (ákveðið í samstarfi við hvern skóla)
Desember Vinna í hverjum skóla
Janúar 2019 Námskeið 3. janúar – í framhaldi af því vinna í hverjum skóla
Febrúar Málstofur þvert á skóla
Mars Vinna í hverjum skóla
Apríl Ráðgjafar heimsækja skólana – dagskrá ákveðin í samráði við kennara og stjórnendur
Maí Vinna í hverjum skóla
Júní Uppskeruhátið