Starfsþróunarverkefni í grunnskólum Árborgar, skólaárið 2019–2020

Skólaárið 2019–2020 vinna kennarar, stjórnendur og annað fagfólk í grunnskólunum í Árborg (Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla) áfram að starfsþróunarverkefnum sem tengjast hugmyndinni um skólann sem lærdómssamfélag. Á síðasta skólaári fengust kennarateymi við verkefni sem tengdust innleiðingu eða þróun teymiskennslu, leiðum til að bæta bekkjar- og skólabrag og efla foreldrasamstarf, sjá hér. Á þessu skólaári verður þessum verkefnum haldið áfram með tveimur megináherslum: Annars vegar að efla samskipti og hins vegar að leita fjölbreyttra leiða til að efla orðaforða nemenda. Verkefnin tengjast teymiskennslu, samskiptum, samvinnunámi, bekkjar- og skólabrag, foreldrasamskiptum. Jafnframt eiga öll teymi að leita leiða til að efla orðaforða. Áríðandi er að þetta sé gert í öllum námsgreinum.

Stefnt er að því að teymin kynni afrakstur verkefnanna á Skóladegi Árborgar, 18. mars 2020 (menntabúðir).

Verkefnið verður sett af stað í skólunum á haustönn og því fylgt eftir í þrennu lagi.

Miðvikudaginn 9. október verður tvíþætt dagskrá í Vallaskóla:

  • Kl. 13.10 segja Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Reykjavík og Hrund Gautadóttir kennari við skólann, frá árangursríku starfsþróunarverkefni sem byggist á starfendarannsóknum með þátttöku allra kennara skólans.
  • Eftir kafllihlé, kl. 14.30-16.00 stýrir Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, dagskrá um leiðir sem kennarar geta farið til að efla orðaforða. Dagskráin hefst kl. 13.10 og stendur til 16.00. Guðmundur nefnir framlag sitt Hrútaþukl og fyrningar, orða- og hugtakakennsla (sjá nánar um framlag hans hér).

Þann 14. október skila teymin áætlunum sínum (sjá þetta eyðublað).

Miðvikudaginn 20. nóvember verður áfram unnið með orðaforða undir verkstjórn Guðmundar Engilbertssonar, en einnig dagskrá um árangursríka teymiskennslu. Leitað hefur verið til kennara sem náð hafa góðum árangri í teymiskennslu sem munu miðla af reynslu sinni. Þessar kynningar hafa verið ákveðnar: Kynning á teymiskennslu og þróunarstarfi á unglingastigi í Grundaskóla á Akranesi og á yngsta stigi í Lindaskóla í Kópavogi.

Miðvikudaginn 20. janúar verður fyrirlestur um samskipti.

Miðvikudaginn 26. febrúar verður gefinn tími til að undirbúa lokakynningar fyrir Skóladag Árborgar.

Á Skóladegi Árborgar, miðvikudaginn, 18. mars, verða meðal annars menntabúðir þar sem kennarar kynna afrakstur verkefnisins.

Í stýrihópi verkefnisins eru deildarstjórar grunnskólanna þriggja, starfsfólk skólaþjónustu og til ráðgjafar prófessorarnir Anna Kristín Sigurðardóttir og Ingvar Sigurgeirsson.