Ingvar Sigurgeirsson er kennslufræðingur að mennt. Hann lauk kennaraprófi fyrst 1970 frá Kennaraskóla Íslands, meistaragráðu frá Sussex-háskóla 1986 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Ingvar er einnig prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af ráðgjöf við skóla, sveitarfélög og stofnanir, m.a. um stefnumótun, skólaumbótaverkefni, símenntun, námskrárgerð, og ráðningarmál. Ingvar hefur leiðbeint um nám og kennslu á öllum skólastigum, sem og í fullorðinsfræðslu og fengist við rannsóknir á skólastarfi.

Ingvar hefur skrifað fjölda bóka, bókarkafla, tímaritsgreina, og skýrslna, auk vefefnis um sérsvið sín, m.a. kennsluhætti og kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað skólastarf, skólaþróun, námskrár- og námsefnisgerð, nýbreytni og þróunarstarf, námsmat og mat á skólastarfi.

Aðrir starfsmenn eru lausráðnir eftir verkefnum hverju sinni og er leitast við að ráða sérfræðinga á viðkomandi sviði.