Skólaárið 2017-2018 var unnið að framtíðarsýn fyrir Austurbæjarskóla í Reykjavík, auk þess að velja skólastarfinu einkunnarorð. Haldnir voru hugarflugs- og umræðufundir með nemendum, foreldrum og starfsfólki þar sem staða skólans var rædd og drög lögð að áherslum í starfinu til framtíðar.

Fyrsti áfangi stefnumörkunarinnar var miðvikudaginn 11. október 2017 en þá var haldið nemendaþing skólans. Annar áfangi var foreldraþing sem haldið var 22. febrúar 2018. Þriðji áfanginn var starfsmannaþing sem haldið var 1. mars 2018.

Ný stefna, framtíðarsýn og ný einkunnarorð voru samþykkt í maí 2018, sjá þessa kynningu á heimasíðu skólans.