Um þessar mundir (í ársbyrjun 2019) er verið að undirbúa forsögn fyrir nýbyggingu við Smáraskóla í Kópavogi. Samhliða verður stefna skólans endurskoðuð, m.a. með hliðsjón af því hvort til greina komi að skólinn verði í auknum mæli teymiskennsluskóli. Í janúar verða haldnir fundir þar sem starfsfólki, nemendum og foreldrum gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri.

Þann 3. janúar var haldið starfsmannaþing þar sem unnið var í hópum við að svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hverjir eru helstu styrkleikar skólans (samskipti, nám og kennsla, aðstaða, sérstaða, skólamenning, skólabragur)? Hvað af þessu er mikilvægast að varðveita?
  2. Hvað er brýnast að bæta í skólastarfinu?
  3. Hver sjáið þið vera sem helstu sóknarfæri skólans?
  4. Hvernig viljið þið sjá kennsluhættina í skólanum þróast?
  5. Viljið þið að skólinn skapi sér einhverja sérstöðu – og ef svo hver á hún að vera?
  6. Hverjar eru hugmyndir ykkar um framtíðarfyrirkomulag í byggingum skólans? Hvað skiptir mestu máli? Hafið þið tilteknar hugmyndir um útfærslur? (Hvað verður til dæmis í núverandi húsakynnum – og hvað í nýbyggingu?)
  7. Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir tíu til fimmtán ár? Á hvað leggið þið mesta áherslu?
  8. Ef þú ættir eina ósk til handa skólanum – hver yrði hún?

Sjá má svörin með því að smella á spurningarnar.