Skólaárið 2016-2017 voru haldnir fræðslufundir (fyrirlestraröð) um kennslu- og námsmatsaðferðir og undirbúning kennslu fyrir kennara í grunnskólum Reykjanesbæjar. Umsjón með fundunum hafði Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands.

Viðfangsefnin voru þessi:

 • Hvað er góð kennsla?
  Öll viljum við sem fáumst við kennslu vera góðir kennarar! En í hverju er góð kennsla fólgin? Á þessum fræðslufundi ræðum við ólíkar hugmyndir um góða kennslu og vikið verður að aðferðum sem kennarar geta notað til að bæta sig í starfi.
  Tími: Þriðjudagurinn, 6. desember 2016, kl. 14.00-16.00
 • Að mörgu er að hyggja – undirbúningur kennslu
  Um ólíkar aðferðir við undirbúning kennslu, uppbyggingu og skipulag kennslustunda, val á námsefni og kennsluaðferðum.
  Tími: 17. janúar 2017
 • Agi og bekkjartjórnun
  Fjallað um aðferðir við skapa góðan bekkjaranda og liðsheild. Umsjón með Ingvari: Lilja M. Jónsdóttir.
  Tími: 21. febrúar 2017
 • Fjölbreyttar kennsluaðferðir 
  Fjallað um litróf kennnsluaðferðanna og byggt á samnefndri bók (sjá hér). Fjallað verður um beina kennslu, umræðu- og spurnaraðferðir og aðferðir þar sem leitast er við að fá nemendur til að leysa sjálfstæð verkefni.
  Tími: 21. mars 2017
 • Námsmat samkvæmt nýrri námskrá
  Leitast við að svara spurningum um hvernig ákvæðum námskrár um leiðsagnarmat verður best hrint í framkvæmd.
  Tími: 18. apríl 2017